Fréttablaðið - 20.09.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 20.09.2010, Blaðsíða 16
 20. SEPTEMBER 2010 MÁNUDAGUR2 ● fréttablaðið ● híbýli og viðhald B lómlaukar eru algengir í görðum og setja svip sinn á umhverf- ið snemma vors og fram eftir sumri. Fátt vekur eins mikla at- hygli og litsterkir og kraftmiklir laukar sem spretta upp úr jörðinni, fyrstir plantna á vorin. Úrval blómlaukategunda hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár. Margar af vinsælustu lauk- plöntum okkar eru ættaðar úr suðaustanverðri Evrópu og Asíu. Hol- lendingar eru hins vegar frægir fyrir túlípanann þótt hann sé raunar tyrkneskur! Blómstrandi lauka og hnýði getum við á einfaldaðan hátt nefnt blóm- lauka. Þeim má síðan skipta upp í haustlauka og vorlauka eftir því hve- nær þeir koma í sölu en á ekkert skylt við blómgunartíma þeirra. Vor- laukarnir eru mun viðkvæmari en haustlaukarnir og þola veturinn hér- lendis alls ekki. Haustlauka á að gróðursetja á haustin um leið og þeir eru fáanlegir, oftast í september-október. Vorlaukar eru fáanlegir seinnipart febrúar- mars. Vorlaukana er hægt að gróðursetja þegar hætta á næturfrosti er liðin hjá í byrjun sumars. Margir blómlaukar eru duglegir að skipta sér og því þarf ekki að planta ár eftir ár. Útplöntunardýpt ræðst af þeim forða sem er í laukum eða hnýðum. Þannig er auðvelt að sjá að stór laukur má fara dýpra í jarðveg en lítill laukur. Út frá þessu hefur sú þumalfingurregla gilt hérlendis að blóm- laukar mega fara svo djúpt sem nemur 2-3 sinnum hæð lauksins og bil á milli þeirra sé sem nemur tvöföldu þvermáli þeirra. Oft er laukum plantað í þyrpingum þar sem það þykir fallegra en að hafa blómlauka á stangli. Þetta er auðvitað aðeins smekksatriði. Holuna þarf að móta þannig að botninn sé jafn, til að tryggja sömu dýpt á laukunum öllum. Mikilvægt er að bleyta liggi ekki að staðaldri að laukunum en það getur aukið hættu á sveppasýkingu og fúa. Mjórri endi lauksins snýr upp og hann situr á þeim breiðari þ.e. laukbotninum. Þrýsta þarf laukunum niður í botninn og skorða þannig að moldarlagið velti þeim ekki á hliðina. Moka skal varlega yfir og þjappa lítið eitt. Blómlaukar eru ekki sérlega krefjandi á næringu fyrst um sinn þar sem nægjanlegur forði er lauknum til að koma blöðum, stilk og blómi upp. Gefa má lítið magn af áburði í vökvaformi hvort sem er lífrænan áburð eða tilbúinn áburð, þegar frost er farið úr jörðu. Best er að blanda moltu eða húsdýraáburði við moldina þegar verið er að planta en það ætti að fullnægja áburðarþörfinni. Lesa má meira um blómlauka í bókinni „Vinnan í garðinum“ og á heimasíðunni www.horticum.is Haustlaukar – vorlaukar Hulda G. Geirsdóttir, fram- kvæmdastjóri Félags hrossa- bænda, og Bjarni Bragason smiður gerðu sér lítið fyrir og létu flytja 12 hesta hús milli hverfa um nótt í síðustu viku. „Þetta var eins og hálfgert hesta- mannamót meðan á flutningnum stóð, múgur og margmenni á staðn- um og allir biðu spenntir eftir því að sjá hvort húsið hryndi eða ekki. Það slapp og þá urðu menn ánægð- ir og sáu fram á að geta líka flutt sín hús,“ segir Bjarni Bragason smiður um flutning hesthúss úr hverfi hestamannafélagsins Gusts við Reykjanesbraut upp á nýja svæðið á Kjóavöllum. „Já, þetta var hálfgert prófmál,“ tekur kona hans, Hulda G. Geirsdóttir, undir. Hún segir undirbúninginn hafa tekið tíma og flutninginn talsvert mikið mál. Bjarni er smiður og lítur verk- efnið aðeins öðrum augum. „Þetta gekk allt eins og í sögu – eins og ég vissi að það mundi ganga,“ segir hann hress og lýsir síðan aðferð- inni. „Ég byrjaði á að taka niður allar innréttingarnar, svo mokaði ég innan úr grunni hússins einn og hálfan metra niður og jafnmik- ið frá því að utan. Síðan var sökk- ullinn sagaður allan hringinn, 90 sentimetra niður og tekið úr fyrir stálbitum sem settir voru í gegnum húsið. Okkar hús var tengt öðru húsi svo við þurftum að losa það frá með því að saga þakið í sund- ur. Eftir það var húsið híft á bíl- inn, alls 34 tonn. Húsið og bitarn- ir stóðu töluvert út af vagninum til hliðanna, en flutningsaðilinn sagði það ekkert tiltökumál svo lagt var í hann. Við gengum, eða reyndar hlupum, á undan bílnum uppeftir. Einn tók niður skilti og annar gekk á eftir og setti þau upp jafnóðum. Síðan var húsið sett niður eins og einingahús. Við vorum búin að setja hellur ofan á púðann og húsið var lagt niður á þær. Við lögðum af stað klukkan tólf, vorum komin uppeftir klukkan eitt og húsið var komið niður klukkan þrjú. Nokkr- um dögum seinna var steypt að því. Þetta var ósköp einfalt.“ Hulda segir stutt síðan að þau hjón hafi tekið hesthúsið í gegn og því hafi borgað sig að nýta þau verðmæti í stað þess að byggja nýtt alveg frá grunni. „En við ætlum að stækka þetta hús þannig að það rúmi fleiri hesta og byggja litla reiðskemmu áfasta því.“ Hulda og Bjarni segja annað hús hafa verið flutt á milli hverf- anna sömu nótt og þeirra og síðan sé búið að flytja eitt til. „Það eru ein ellefu hús sem hægt er að flytja úr hverfinu,“ segir Bjarni. „Já, það er hugur í Gusturum,“ tekur Hulda undir. „Þetta eru, held ég bara, einu byggingaframkvæmdirnar í Kópa- vogi þessa stundina og gaman að sjá nýja hesthúsabyggð Gusts verða að veruleika. Við hlökkum óskap- lega til að taka inn hross á nýja staðnum og erum bjartsýn á öflugt félagsstarf Gustara þarna uppfrá í framtíðinni.“ - gun Hesthús flutt í heilu lagi Húsið komið í loftið á leið í ný heimkynni. MYND/LILJA SIGURÐARDÓTTIR Bjarni og Hulda eru ánægð að vera komin út úr hringiðu umferðarinnar í Smárahverfinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Nýlega kom út bráðsniðug bók frá Forlaginu sem heitir Svona á að …: leiðbeiningar um allt milli him- ins og jarðar. Bókin geymir myndskreyttar leið- beiningar um 500 hluti sem gott er að kunna, og nokkrar í viðbót sem engum dytti í hug að prófa. Höfundar bókarinnar eru Derek Fagerstrom og Lauren Smith en þau eru par sem hefur komið víða við í útgáfuheiminum. Í bókinni segja þau frá því hvernig meðal annars megi búa til leirskrímsli, búa til mottur úr gömlum inn- kaupapokum, hvernig sé best að faðma brodd- gölt og hvað skuli gera við drukkinn brúðkaups- gest. Bókinni er skipt niður í nokkra flokka, frá mat og drykk upp í ást og heimili. Í heimilishlutanum er að finna leiðbein- ingar sem koma sér vel. Til dæmis um hvernig setja eigi upp veggfóður. Svona á að gera það Leiðbeiningarnar í bókinni eru birtar með myndum. iess járnsmíði Dalvegi 24 • 544 4884 • iess@iess.is GARÐYRKJA & UMHVERFIÐ BALDUR GUNNLAUGSSON GARÐYRKJUTÆKNIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.