Fréttablaðið - 20.09.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 20.09.2010, Blaðsíða 42
 20. september 2010 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is Fylkisvöllur, áhorf.: 1.187 Fylkir Haukar TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 12–9 (8–4) Varin skot Fjalar 4 – Daði 5 Horn 4–4 Aukaspyrnur fengnar 7–11 Rangstöður 5–2 HAUKAR 4–3–3 Daði Lárusson 7 Grétar Grétarsson 4 Daníel Einarsson 4 Jamie McCunnie 4 Kristján Björnsson 5 Guðjón Lýðsson 4 Arnar Gunnlaugsson 6 Hilmar G. Eiðsson 5 Úlfar Hrafn Pálsson 4 (58. Magnús Björgv. 5 Hilmar Rafn Emilsson 5 (80. Garðar Geirsson -) Ásgeir Ingólfsson 4 (58. Hilmar Arnarss. 4 *Maður leiksins FYLKIR 4–3–2–1 Fjalar Þorgeisson 7 Ásgeir Arnþórsson 6 Þórir Hannesson 7 Davíð Ásbjörnsson 5 (18. Kristján Valdim. 6) Kjartan Á. Breiðdal 7 Ingimundur Óskarss. 6 Valur Fannar Gíslason 7 Ásgeir B. Ásgeirsson 6 *Andrés Jóhannes. 8 (66. Ólafur Stígsson 6) Tómas Þorsteinsson 6 Albert B. Ingason 5 (40. Andri Herma. 6) 1-0 Andrés Már Jóhannesson (7.) 2-0 Ingimundur N. Óskarsson (30.) 3-0 Andrés Már Jóhannesson (40.) 3-0 Einar Örn Daníelsson (7) BREIÐABLIK 3-0 SELFOSS 1-0 Guðmundur Kristjánsson (59.) 2-0 Elfar Freyr Helgason (73.) 3-0 Alfreð Finnbogason (88.) Kópavogsvöllur, áhorf.: 2.202 Dómari: Erlendur Eiríksson (7) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 13–3 (5–1) Varin skot Ingvar 0 – Jóhann 2 Horn 6–1 Aukaspyrnur fengnar 14–8 Rangstöður 2–3 Breiðablik 4–3–3 Ingvar Þór Kale 6 - Kristinn Jónsson 6, Kári Ársælsson 6, Elfar Freyr Helgason 7, Arnór Sveinn Aðalsteinsson 5 (46., Andri Rafn Yeoman 6) - Jökull Elísabetarson 6, *Guðmundur Kristjánsson 7, Finnur Orri Margeirsson 7 - Hauk- ur Baldvinsson 6 (84., Tómas Óli Garðarsson -), Kristinn Steindórsson 6 (90., Rannver Sigurjónsson -), Alfreð Finnbogason 7. Selfoss 4–5–1 Jóhann Ólafur Sigurðsson 5 - Andri Freyr Björnsson 4, Jón Guðbrandsson - (16., Agnar Magnússon 7), Stefán Guðlaugsson 7, Ingþór Guðmundsson 6 (80., Jean YaoYao -) - Ingólfur Þór- arinsson 3, Martin Dohlsten 2, Arilíus Marteinsson 4, Jón Daði Böðvarsson 4, Sævar Þór Gíslason 3, Viktor Unnar Illugason 4 (46., Viðar Kjartansson 5) ALFREÐ FINNBOGASON lék væntanlega sinn síðasta leik fyrir Blika í gær. Hann er í leikbanni í lokaumferðinni eins og fyrirliði liðsins, Kári Ársælsson. ÍBV verður líka án Tryggva Guðmundssonar í lokaumferðinni. Ármúli 36 • 108 Reykjavík s. 588 1560 • joiutherji.is Kr. 19.990.- Adidas Pro Model kvenna Kr. 19.990.- Adidas CC7 herra Kr. 29.990.- Adidas Court Dynamic barna Kr. 11.990.- Adidas Court Dynamic barna Kr. 11.990.- Adidas CC5 womans Kr. 26.990.- Adidas CC3 womans Kr. 17.990.- Adidas Court Rock herra Kr. 12.990.- Adidas Court Rock kvenna Kr. 12.990.- Adidas Pro Model herra Adidas Pro Model herra Kr. 19.990.- Adidas Floater Glide barna Kr. 12.990.- Pepsi-deild karla: Valur-Fram 1-3 Guðmundur Steinn Hafsteinsson - Joe Tillen, Almarr Ormarsson, Daði Guðmundsson. Grindavík-KR 3-3 Gilles Ondo 2 (1 víti), Orri Freyr Hjaltalín - Baldur Sigurðsson 3. STAÐAN: Breiðablik 21 13 4 4 47-23 43 ÍBV 21 13 3 5 35-23 42 FH 21 12 5 4 45-31 41 KR 21 10 5 6 42-31 35 Fram 21 9 5 7 42-29 32 Valur 21 7 7 7 33-39 28 Keflavík 21 7 6 8 26-31 27 Stjarnan 21 6 6 9 39-42 24 Fylkir 21 7 3 11 36-39 24 Grindavík 21 5 6 10 26-34 21 Haukar 21 3 8 10 27-44 17 Selfoss 21 4 2 15 27-49 14 FÓTBOLTI Blikastrákarnir sýndu það gegn Selfossi í gær að þar eru drengir orðnir að mönnum. Blika- liðið sýndi yfirvegun og fór ekki á taugum í erfiðum leik sem þeir unnu 3-0. Selfossliðið múraði hreinlega fyrir framan teiginn hjá sér og það var engu líkara en leikmönn- um liðsins væri bannað að fara fram yfir miðju. Þess utan leið Sel- fyssingum illa með boltann og það heyrði til undantekninga ef liðið náði þrem sendingum sín í milli. Frammistaða liðsins fram á við var hörmuleg í einu orði sagt. Varnarleikurinn var þó fínn lengstum og Breiðablik náði aðeins einu skoti á markið í fyrri hálfleik. Það reyndi á taugar Blikanna í síð- ari hálfleik og þeir sýndu gríðar- lega yfirvegun í sínum leik. Það var ekkert óðagot á leikmönnum liðsins og þeir héldu áfram að spila sinn leik. Það skilaði sér síðan í marki eftir klukkutíma leik. Eftir að fyrsta markið kom var aldrei spurning hvernig leikurinn færi. Selfoss ógnaði ekki af neinu viti og Blikarnir bættu við tveimur mörkum áður en yfir lauk og unnu verðskuldaðan sigur. „Það eru engir leikir auðveldir og Selfoss var bananahýði. Þeir voru vel skipulagðir og gerðu okkur erfitt fyrir í fyrri hálfleik. Við vorum líka sjálfum okkur verstir því við vorum að klikka á úrslitasendingum eftir að hafa komið okkur í ágætar stöður. Í hálfleik töluðum við um að vera áfram þolinmóðir og reyna að keyra upp hraðann. Það gekk ágæt- lega,“ sagði brosmildur þjálfari Breiðabliks, Ólafur Kristjánsson. „Auðvitað var ég ekkert allt- af rólegur á bekknum en ég hafði samt alltaf trú á því að þetta myndi detta fyrir okkur. Við eigum líka vopn á bekknum eins og Andra Yeoman sem hefur komið inn með mikinn hraða. Tómas Óli kom einn- ig sterkur inn og lagði upp þriðja markið með glans.“ Blikaliðið er aðeins einum leik frá því að verða Íslandsmeistari í fyrsta skipti í meistaraflokki karla. Ólafur er bjartsýnn á að hans menn muni klára dæmið um næstu helgi í Garðabænum. „Það er góð tilfinning að eiga eitt skref eftir og að örlögin séu í okkar höndum. Við verðum að nýta vikuna vel og auðvitað á spennu- stigið eftir að magnast eftir því sem líður á vikuna. Það er samt búin að vera spenna í síðustu þrem- ur leikjum og við hljótum að vera farnir að sjóast. Ég hef fulla trú á því að við verðum Íslandsmeistar- ar um næstu helgi.“ Blikarnir hafa staðist nánast öll próf hingað til í deildinni og virðast vaxa með hverjum leik. Lokaprófið er þó eftir og þar mun reyna verulega á andlegan styrk leikmanna. Miðað við það sem Blikarnir hafa sýnt hingað til er nákvæmlega ekkert sem bendir til annars en að liðið klári dæmið um næstu helgi. Selfoss hefur lokið keppni í deild þeirra bestu eftir skamma við- veru. Félagið mætti til leiks með ungmennafélagsandann að vopni. Það átti að leyfa heimamönnum að spila í efstu deild og því styrktu Selfyssingar sig sama og ekkert fyrir mótið. „Reynsluleysið lét til sín taka eftir því sem leið á mótið og við vorum einfaldlega ekki nógu góðir. Það er auðvelt að segja eftir að við erum fallnir að það voru mistök að styrkja ekki liðið meira fyrir mótið. Ég held samt að þess- ir strákar eigi eftir að koma sterk- ari til baka fyrir vikið,“ sagði Guð- mundur Benediktsson, þjálfari Selfoss, en hann vildi lítið tjá sig um framtíðaráform. Uppsagnarákvæði af beggja hálfu er í samningi hans og málin verða skoðuð eftir tímabilið. henry@frettabladid.is Aðeins einu skrefi frá titlinum Breiðablik heldur áfram að standast öll próf með glans. Liðið sýndi mikla þolinmæði og þroska er það lagði varnarsinnað lið Selfoss og sendi Selfoss niður í 1. deild um leið. Blikar hafa alla ása á hendi fyrir lokaumferðina. Vinni liðið Stjörnuna í lokaumferðinni verður Breiðablik Íslandsmeistari. GLEÐIN VIÐ VÖLD Blikastrákarnir stigu stríðsdans eftir leikinn gegn Selfossi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Fylkismenn sendu Hauka aftur niður í fyrstu deildina er þeir skelltu þeim sannfærandi, 3-0, í Árbænum í gær. Andrés Már Jóhannes- son var allt í öllu í liði heimamanna en hann skoraði tvö mörk og Ingimundur Níels Ósk- arsson eitt. Leikurinn byrjaði fjörlega og kom fyrsta mark eftir aðeins sjö mínútur. Þá fékk Andr- és Már boltann rétt fyrir utan vítateig og hamraði knöttinn snyrtilega í fjærhorn- ið. Ingimundur Níels bætti við öðru mark- inu eftir hálftíma með skoti frá vítateigsl- ínunni og staða Fylkismanna ansi góð gegn andlausu liði Hauka. Andrés Már var svo aftur á ferðinni tíu mínútum síðar og skoraði úr stuttu færi eftir mikil læti í teig gestanna. Haukarn- ir komu með örlítið lífsmark inn í síðari hálfleikinn og virtist sem þeir ætluðu sér að taka þátt í leiknum en svo varð ekki. Heimamenn sköpuðu sér fullt af færum í leiknum og áttu að skora fleiri mörk en Daði Lárusson var einn af fáum Hauka- mönnum sem mætti til leiks gegn Fylki og varði oft á tíðum frábærlega. Engin mörk voru skoruð í seinni hálfleik og þegar Einar Örn Daníelsson, góður dómari leiksins, flautaði var ljóst að Haukar voru að kveðja Pepsi-deildina þar sem Grindvíkingar náðu jafntefli gegn KR. „Við getum andað aðeins léttar þar sem okkur brá í síðustu umferð þegar við frétt- um að Haukar hefðu stolið sigrinum. Við ákváðum að halda áfram að gera það sem við höfum verið að gera í síðustu leikjum og það skilaði sigri hér í dag,“ sagði Valur Fan- nar Gíslason, leikmaður Fylkis, en honum var létt í leikslok þegar ljóst var að Fylkir ætti öruggt sæti í Pepsi-deildinni að ári. „Það er alltaf leiðinlegt þegar lið falla en það eru ekki síðustu leikirnir sem skipta máli heldur allt sumarið. En úr því sem komið var hjá okkur þá er ég bara sáttur að klára þetta með sæmd og gera þetta almennilega. En ég er engan veginn sáttur við tímabilið og menn vildu miklu meira. Ég verð klárlega með á næsta ári og tek eitt til tvö tíma- bil í viðbót,“ sagði Valur Fannar. - rog Haukar brugðust á ögurstundu er liðið mætti Fylki í sex stiga leik í Árbænum: Fylkir sendi Hauka niður í 1. deild Á LEIÐ NIÐUR Daði Lárusson og félagar í Haukum fara beint niður aftur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.