Fréttablaðið - 05.10.2010, Blaðsíða 12
12 5. október 2010 ÞRIÐJUDAGUR
Hafðu samband
Þúsundir komu saman á Austurvelli í gærkvöld þegar for-
sætisráðherra flutti stefnuræðu sína á Alþingi. Gífurlegur
hávaði var í mótmælunum þegar barðar voru bumbur og
flautur þeyttar.
Meðal þess helsta sem brann á viðmælendum Frétta-
blaðins í hópi mótmælenda var óánægja með frammi-
stöðu stjórnmálamanna, skortur á lausnum á skuldavanda
heimilanna, argaþras stjórnmálaflokka á Alþingi, skulda-
uppgjöf til stórfyrirtækja og aðkoma Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins að íslenskum efnahagsmálum. Fólk úr öllum stig-
um þjóðlífsins mætti til að láta rödd sína heyrast og var
almennt kallað eftir því að ríkisstjórnin færi frá og boðað
yrði til kosninga.
Alþingishúsið var þakið eggjum, skyri og málningu og
hafði einn viðmælandi Fréttablaðsins, Alvar Óskarsson,
það á orði að það væri sami sorinn inni í húsinu og var utan
á því.
Annar mótmælandi, Sólveig Anna Jónsdóttir, sagði ótrú-
legt að upplifa stemninguna, fólk væri mætt til að sýna
samstöðu og fréttir síðustu daga um afskriftir lána til stór-
fyrirtækja hefðu eflaust kveikt í því. thorgils@frettabladid.is
Margþætt andúð tjáð af krafti
MÓTMÆLI Á AUSTURVELLI
OF HÁTT Þessi piltur mætti með mömmu og pabba á Austurvöll en
hafði varann á og hafði heyrnarhlífar yfir eyrunum. FARARTÁLMUM MÓTMÆLT Girðing lögreglu í kringum Alþingishúsið hleypti illu blóði í nokkra mótmælendur sem skeyttu skapi sínu á stálinu.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
N
TO
N
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
N
TO
N