Fréttablaðið - 05.10.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 05.10.2010, Blaðsíða 42
 5. október 2010 ÞRIÐJUDAGUR30 sport@frettabladid.is ALFREÐ FINNBOGASON er nú sterklega orðaður við belgíska félagið Lokeren en forráðamenn þess gamalkunna Íslendingafélags munu vera á leið til landsins til að freista þess að ná samningum við Alfreð. FÓTBOLTI Ólafur Jóhannesson lands- liðsþjálfari tilkynnti í gær lands- liðshópinn sem mætir Portúgal í undankeppni EM 2012 í næstu viku. Á blaðamannafundi KSÍ í gær var þó aðallega fjallað um þá ákvörðun stjórnar KSÍ að Ólaf- ur fengi ekki að velja alla þá leik- menn sem hann hefði viljað. Í síðustu viku var tilkynntur leikmannahópur U-21 landsliðs- ins sem mætir Skotum í umspili um sæti í úrslitakeppni EM í Dan- mörku á næsta ári. Stjórn KSÍ hafði þá ákveðið að Eyjólfur Sverr- isson, þjálfari U-21 landsliðsins, fengi forgang á alla leikmenn sem hafa aldur til að leika með liðinu. Eyjólfur valdi sjö leikmenn úr síð- asta A-landsliðshópi Ólafs en þeir komu allir við sögu í síðasta leik A-landsliðsins. Ólafur hugsaði sinn gang „Stjórnin tók þessa ákvörðun og ég er mjög ósáttur við það. En ég hlíti ákvörðuninni,“ sagði Ólafur sem sagðist þó hafa hugsað sinn gang sem landsliðsþjálfari. „Ég hugsaði mitt mál alvarlega vegna þess að þetta var mjög sérstakt. En ég tel allar líkur á því að ég verði áfram – það er allavega víst frá minni hendi. Ég tel afar spennandi tíma framundan hjá landsliðinu og ég vil vera þátttakandi í því.“ Ólafur tilkynnti 22 manna leik- mannahóp í gær. Níu breytingar voru gerðar á hópnum nú auk þess sem að Birkir Már Sævarsson, sem var kallaður inn fyrir leikinn gegn Dönum á Parken vegna for- falla, er með frá upphafi nú. Sjö leikmenn eru nú með U-21 lands- liðinu auk þess sem Brynjar Björn Gunnarsson og Sölvi Geir Ottesen eru meiddir. Ber ekki minna traust til stjórnar KSÍ en áður Sjálfur sagði Ólafur að hann hefði fundað um þessi mál ásamt Eyj- ólfi og forráðamönnum KSÍ. „Við höfum farið yfir þessa hluti og gert það þrívegis. Við ræddum þetta fram og til baka en niður- staðan er þessi,“ sagði Ólafur. Hann vildi ekki svara því játandi eða neitandi hvort hann teldi sig svikinn af ákvörðun stjórnar KSÍ. „Ég hef áður sagt að ég var ósam- mála þessari ákvörðun.“ Hann sagðist ekki bera minna traust til stjórnar KSÍ en áður. Ólafur sagðist hafa haft ákveðn- ar hugmyndir um hvernig lands- liðin gætu skipt leikmönnum sín á milli og borið þær undir forystu KSÍ. Hann vildi ekki greina frá þeim hugmyndum í gær. „Stjórn KSÍ tók þessa ákvörðun og ég hlíti henni,“ ítrekaði hann. „Við verðum að virða skoðun þeirra sem ráða yfir okkur.“ Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, var spurður hvort að forysta sambandsins gæti gert sömu kröf- ur til Ólafs í þessum leik og öðrum vegna áðurnefndrar ákvörðunar stjórnar KSÍ. „Ég lít ekki á þetta þannig að það verði felldur einhver úrskurður um störf Ólafs eftir þennan leik. Ólafur hefur þegar stýrt liðinu í gegnum heila und- ankeppni og það var mikil ánægja með hans störf og er enn. Honum var treyst til að leiða íslenska landsliðið í þessari undankeppni og það hefur enginn skipt um skoð- un hvað það varðar.“ Geir sagði að bæði Ólafur og forysta KSÍ væru í erfiðri stöðu vegna málsins. „Mér ber hins vegar skylda til að horfa á heild- armyndina. Því miður vorum við Ólafur ekki sammála en við verð- um að leysa úr því. Traust mitt til Ólafs mun ekki bíða hnekki í tengslum við þennan leik og það verður ekki uppgjör eftir hann.“ Krafa að Ólafur safni stigum Formaðurinn sagði þó að sú krafa að íslenska A-landsliðið næði árangri standi enn. „Sú krafa sem við gerum til Ólafs er að hann safni stigum fyrir Ísland í þess- ari keppni. Það hefur ekki borið skugga á samstarf mitt við Ólaf en við segjum alltaf okkar skoð- anir hispurslaust.“ Geir var einnig spurður um hvað myndi gerast ef verkefni landslið- anna tveggja myndu aftur skarast í framtíðinni. „Á þeim leikdögum sem eru framundan í undankeppni EM 2012 í mars og júní auk ann- arra leikja sem kynnu að falla á alþjóðlega leikdaga mun Ólafur fá að velja þá leikmenn sem hann hyggst tefla fram. Ég á ekki von á frekari árekstrum.“ eirikur@frettabladid.is Ólafur ekki dæmdur af þessum leik Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að það verði ekki felldur úrskurður um störf Ólafs Jóhannessonar landsliðsþjálfara eftir leikinn gegn Portúgal í næstu viku. Ólafur tilkynnti gjörbreyttan landsliðshóp í gær. FORMAÐURINN OG ÞJÁLFARINN Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, og Ólafur Jóhannesson, þjálfari A-landsliðs karla, á blaða- mannafundi KSÍ í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON KÖRFUBOLTI Karlaliði KR og kvennaliði Keflavíkur var spáð Íslandsmeistaratitlinum í árlegri spá þjálfara, fyrirliða og forráða- manna sem var kynnt á kynning- arfundi Iceland Express-deildanna sem fór fram í gær. „Það eru búnar að vera gríðar- lega miklar breytingar kvenna- megin og okkur fannst það alveg vera kýrskýrt hverjar myndu verða efstar þeim megin. Það hefur verið ágætisgangur á karlaliðinu og við gerum tilkall til efsta sæt- isins eins og tvö til þrjú önnur lið,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari karla- og kvennaliðs KR. „Liðið mitt lítur vissulega vel út,“ viðurkenndi Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur sem var spáð titlinum. „Það er búið að vera rosalega leið- inlegt að þurfa að kyngja þessum silfurpeningi ítrekað. Það er ekki gaman og ekki eitthvað sem maður er að leita eftir. Við ætlum að gera atlögu að því að reyna að vinna þetta í ár. Við erum búin að vinna einn titil og það er meira heldur en í fyrra,“ sagði Jón Halldór en Keflavíkurliðið vann 31 stigs sigur á Íslandsmeisturum KR í úrslita- leiknum í Lengjubikarnum. „Þeir sem eru glöggir sjá það að við erum ekki farin að spila vörn ennþá. Ég er þeirrar trúar að vörn vinni titla og við eigum eftir að vinna aðeins í því. Það verður gaman þegar það verður komið líka,“ sagði Jón Halldór. - óój Árleg spá fyrir Iceland Express deildir karla og kvenna í körfubolta: KR og Keflavík spáð titlinum KVENNALIÐIN Í RÉTTRI RÖÐ Leikmenn úr liðunum átta. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Spáin fyrir körfuboltann Iceland Express deild karla 1. KR 401 stig 2. Keflavík 373 stig 3. Snæfell 372 4. Stjarnan 313 5. Grindavík 287 6. Njarðvík 263 7. Fjölnir 182 8. ÍR 166 9. Hamar 118 10. KFÍ 103 11. Haukar 94 12. Tindastóll 86 Iceland Express deild kvenna 1. Keflavík 180 stig 2. KR 153 stig 3. Haukar 147 4. Hamar 140 5. Snæfell 80 6. Grindavík 67 7. Njarðvík 64 8. Fjölnir 33 Við verðum að virða skoðun þeirra sem ráða yfir okkur. ÓLAFUR JÓHANNESSON ÞJÁLFARI A-LANDSLIÐS KARLA Leikmannahópurinn Markverðir: Árni Gautur Arason Odd Grenland Gunnleifur Gunnleifsson FH Varnarmenn: Hermann Hreiðarsson Portsmouth Indriði Sigurðsson Viking Kristján Örn Sigurðsson Hönefoss Grétar Rafn Steinsson Bolton Birkir Már Sævarsson Brann Bjarni Ólafur Eiríksson Stabæk Ragnar Sigurðsson IFK Gautaborg Arnór Sveinn Aðalsteinsson Breiðabliki Miðvallarleikmenn: Helgi Valur Daníelsson AIK Ólafur Ingi Skúlason SönderjyskE Theodór Elmar Bjarnason IFK Gautaborg Jónas Guðni Sævarsson Halmstad Matthías Vilhjálmsson FH Steinþór Freyr Þorsteinsson Örgryte Ólafur Páll Snorrason FH Sóknarmenn: Eiður Smári Guðjohnsen Stoke City Heiðar Helguson QPR Veigar Páll Gunnarsson Stabæk Gunnar Heiðar Þorvaldsson Fredrikstad Guðjón Baldvinsson KR GOLF Norður-Írinn Graeme McDowell tryggði keppnisliði Evrópu sigur í Ryder-keppninni í gær. Evrópa vann með minnsta mun, fjórtán og hálfum vinningi gegn fjórtán. Leikar stóðu jafnir þegar ein viðureign í einliðaleiknum var eftir. McDowell atti þar kappi við Bandaríkjamanninn Hunter Mahan og náði hann tveggja stiga forystu með glæsilegum fugli á sextándu holu. Hann gulltryggði svo sigurinn í viðureigninni á sautjándu og þar með að Evrópa fengi aftur Ryder-bikarinn sem Bandaríkin unnu síðast. „Það var engin tilviljun að Gra- eme var síðastur í keppnisröð- inni,“ sagði Colin Montgomer- ie, fyrirliði Evrópuliðsins, í gær. „Hann vann opna bandaríska meistaramótið og er fullur sjálfs- trausts. Fuglinn á sextándu var ótrúlegur,“ bætti hann við. Bandaríkjamenn sóttu mjög á í gær eftir að hafa verið þrem- ur vinningum á eftir í upphafi lokakeppnisdagsins. Bandaríkin fengu sjö vinninga af tólf mögu- legum en það dugði ekki til. - esá Evrópa fékk Ryder-bikarinn: McDowell tryggði sigurinn HETJA EVRÓPULIÐSINS Graeme McDow- ell er vel fagnað eftir sigur hans gegn Hunter Mahon í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY vhs spólu í kolaportinu Stöð 2, Stöð 2 Bíó og Stöð 2 Extra kosta aðeins 229 krónur á dag í Stöð 2 Vild. Tryggðu þér áskrift í dag! FYRIR 229 KRÓNUR FÆRÐ ÞÚ: frábæra skemmtun í heilan sólarhring fyrir alla fjölskylduna eða 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.