Fréttablaðið - 05.10.2010, Blaðsíða 41
ÞRIÐJUDAGUR 5. október 2010 29
Breskir fjölmiðlar sögðu í gær
frá meintu áreiti sem söngvarinn
George Michael á að hafa orðið
fyrir í fangelsi. Michael afplán-
ar nú tveggja mánaða fangelsis-
dóm sem hann hlaut fyrir að
keyra undir áhrifum. Hann vísar
áreitissögunum til föðurhúsanna
í yfirlýsingu og segist hafa mætt
ljúfu viðmóti fanga og starfs-
manna.
„Ég bið ykkur um að trúa mér
þegar ég segi að tár hefur ekki
runnið niður kinnar mínar síð-
ustu þrjár vikur, ég hef ekki
verið kvíðinn og ekki orðið fyrir
ofbeldi. Ég hef ekki einu sinni
upplifað svefnlausa nótt,“ sagði
hann. Michael hefur haft það gott
í steininum og stytt sér stundirn-
ar með því að lesa bréf frá aðdá-
endum og spila ballskák.
Óáreittur
í fangelsinu
STUÐ Í STEININUM George Michael
hefur það gott í fangelsi, að eigin sögn.
Grínistinn Russell
Brand og söngkonan
fagurmótaða Katy
Perry ætla að fara
alla leið þegar þau
halda upp á brúð-
kaup sitt og
samkvæmt nýj-
ustu fréttum á
veislan að vara í
viku.
Í boðskorti
skötuhjúanna,
sem jaxlar á borð
við Noel Gallagh-
er, Morrissey
og Rihanna hafa
fengið kemur fram
að gestir séu beðnir
um að taka frá viku
fyrir fögnuðinn.
Brúðkaupið verður
á Indlandi nú í októb-
er en parið trúlofaði
sig fyrir skömmu.
Veislan varir
í heila viku
ALVÖRU PARTÍ Gestir í brúðkaupi Katy
Perry og Russells Brand þurfa að taka
frá viku til að fagna samrunanum.
„Hann leynir nefnilega á sér með þetta, ég
held hann fari seint að sofa en hann er allt-
af vel vaknaður þegar ég kem og er búinn að
lesa blöðin og allt,“ segir Guðrún Dís Emils-
dóttir. Hún stjórnar morgunþættinum Virkir
morgnar á Rás 2 ásamt Andra Frey Viðars-
syni en þátturinn hefst klukkan níu stundvís-
lega. Þar sem Andri Freyr er ekki á bíl þá sér
samstarfskona hans um að ná í hann og saman
aka þau upp í Efstaleiti. „Ég bý ekki svo mikið
úr leið og aumka mig bara yfir hann,“ segir
Guðrún.
Einhverjir kynnu að halda að Andri Freyr
væri ekki mikill morgunhani og fólk þyrfti
jafnvel að liggja á dyrabjöllunni til að koma
honum á lappir en það er öðru nær; Andri er
mikill morgunmaður. „Ég hef verið að vinna á
mörgum útvarpsstöðum á morgnana og þetta
er bara spurning um að standa upp og skella
sér í bað,“ segir Andri og upplýsir að hann sé
vaknaður klukkan korter yfir sex. Guðrún Dís
segir það hafa komið sér á óvart hversu mik-
ill morgunmaður Andri er, hún bjóst allteins
við því að þurfa rífa útvarpsmanninn á fætur.
Guðrún segir hann vera ákaflega þægilegan
samferðamann, þau spjalli saman um daginn
og veginn og séu því vel undirbúin þegar að
útsendingu kemur.
Andri og Guðrún þekktust ekki mikið þegar
þau byrjuðu með þáttinn en Andri upplýsir þó
að þau hafi unnið hvort á sinni útvarpsstöðinni
í sama húsi. „Ég var á sínum tíma á X-FM og
hún var á Kiss FM þannig að við þekktum til
hvort annars,“ útskýrir Andri. - fgg
Andri Freyr ágætur að vakna á morgnana
SAMAN Á MORGNANA Guðrún Dís aumkar sig yfir
bíllausan Andra og sækir hann á hverjum morgni. Hún
segir það hafa komið sér á óvart hversu mikill morgun-
hani Andri Freyr er. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
ostur.is
með appelsínulíkjör
með sólþurrkuðum tómötum
með hvítlauk
með svörtum pipar
hreinn
með kryddblöndu
H
V
ÍT
A
H
Ú
SI
Ð
/
S
ÍA
08
-2
38
6
Rjómaostur er einstaklega mjúkur og auðsmyrjanlegur
ferskostur. Hann er uppistaðan í ostakökum og
krydduðu tegundirnar eru einkar ljúffengar með brauði
og kexi. Rjómaostur hentar einnig sérlega vel
til að bragðbæta súpur og sósur.