Fréttablaðið - 05.10.2010, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 05.10.2010, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 5. október 2010 5 Flensborgarskólinn í Hafnarfirði er nú í forystu heilsueflandi framhaldsskóla en þeir hafa það meðal annars að markmiði að bjóða upp á heilsusamlegan mat. Nýr samningur um heilsuefl- ingu í framhaldsskólum var und- irritaður fyrir helgi en hann er gerður á milli Lýðheilsustöðvar, heilbrigðisráðuneytisins, mennta- málaráðuneytisins, Samtaka framhaldsskólanemenda, Félags íslenskra framhaldsskóla og Ráð- gjafanefndar um æskulýðsrann- sóknir. Um er að ræða endurskoð- un á samningi milli fyrrgreindra aðila frá árinu 2007. Undirritun- in fór fram í Flensborgarskólan- um í Hafnarfirði en á sama tíma voru mikil hátíðarhöld í skólanum meðal annars vegna þess að hann telst nú forystuskóli heilsueflandi framhaldsskóla. Markmið verkefnisins er að stuðla að bættri almennri líðan og heilsu nemenda. Þá er því ætlað að bæta og efla ráðgjöf við nem- endur á sem flestum sviðum sem snerta velferð þeirra og hvetja þá til að taka ábyrgð á eigin heilsu og stuðla að heilbrigðum og sjálfbær- um lifnaðarháttum. Meðal þess sem unnið er að í heilsueflandi framhaldsskólum er að nemendum bjóðist heilsusam- legur matur í skólanum en í tengsl- um við verkefnið hefur Lýðheilsu- stöð gefið út handbók um mataræði í framhaldsskólum. Svo vel hefur tekist til hjá Flensborgarskólan- um í þessum efnum að um leið og þar var afhjúpað skilti um heilsu- eflingu í framhaldsskólum var til- kynnt að skólinn hefði öðlast gull- viðurkenningu á sviði næringar. Handbókina um mataræði í framhaldsskólum er að finna á vef lýðheilsustöðvar, www.lydheilsa. is. Þar er einnig að finna skrá yfir þá framhaldsskóla sem taka þátt í verkefninu um Heilsueflandi fram- haldsskóla. Flensborg í forystu Flensborg hefur öðlast gullviðurkenningu á sviði næringar. MYND/LÝÐHEILSUSTÖÐ Nauðsynlegt að minnka neyslu sykraðra drykkja NÝ RANNSÓKN SÝNIR AÐ UM FJÖRUTÍU PRÓSENT AF ÞVÍ SEM BANDARÍSK BÖRN BORÐA ER HERT FITA OG VIÐBÆTTUR SYKUR. Næringarfræðingar hins bandaríska krabbameinsfélags hafa fundið út að um fjörutíu prósent af þeim mat sem dæmigerð bandarísk börn innbyrða sé hert fita og viðbættur sykur. Það séu innihaldslausar kalóríur sem ýti undir þann faraldur offitu sem nú ríki í landinu og geri börnin mun líklegri til að þróa þráláta sjúkdóma eins og sykursýki og hjartveiki. Helsta kaloríuuppspretta barnanna var úr sex matartegundum: Gosdrykkj- um, ávaxtasöfum, eftirréttum úr mjólk- urafurðum, eftirréttum úr korni, pitsum og mjólk. Rannsakendur höfðu sérlegar áhyggj- ur af viðbættum sykri og töldu að ein höf- uðáherslan ætti að vera að minnka neyslu sykraðra drykkjarvara. Niðurstöður rann- sóknarinnar voru birtar í októberútgáfu tímarits bandarísku manneldissamtak- anna. Nýtt steinbakað, heilkorna brauð frá Jóa Fel Kóngabrauð - þétt, heilkorna, bragðgott, dökkt og án sykurs F A B R I K A N Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.