Fréttablaðið - 05.10.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 05.10.2010, Blaðsíða 20
Jógaslökun og fyrirbænaþjónusta er nýjung sem boðið verður upp á í Vídalínskirkju á þriðjudögum og hefur göngu sína klukkan 17.30 í dag. Starfið er í umsjón Jónu Hrannar Bolladóttur, sóknarprests í Garðaprestakalli, Önnu Ingólfs- dóttur jógakennara og Fríðu Gísla- dóttur myndlistarkonu. „Þegar ég kom til starfa í Garða- bæ fyrir tæpum fimm árum þá kom Anna Ingólfsdóttir jógakenn- ari að máli við mig og stakk upp á því að við ættum jafnvel að reyna að blanda saman helgihaldi og slök- un,“ segir Jóna Hrönn. „Ég velti því fyrir mér en keypti ekki hug- myndina þá. Síðustu ár hef ég hins vegar tekið eftir því að fólk í safn- aðarstarfinu er að leita eftir meiri kyrrð, íhugun og fyrirbæn í safn- aðarstarfinu,“ bætir hún við. Fyrir tveimur árum stofnuðu Jóna Hrönn og fleiri konur bænahóp í Vídal- ínskirkju og hófu að biðja saman í hverri viku. „Við vildum þróa bænastarfið áfram og þá ákvað ég að taka upp þráðinn við Önnu. Við fengum bænahópnn til samstarfs við okkur og höfum ákveðið að bjóða öllum þeim konum sem vilja að vera með.“ En hvernig munu þessar stund- ir byggjast upp? „Fríða Gísla- dóttir hefur hannað umgjörðina í kringum samveruna en hugmynd- in er að konurnar gangi inn í þögn. Þær geta sest við bænastjakann og skrifað niður bænaefnin sín eða beðið mig fyrir þau. Þar næst sækja þær sér teppi, dýnu og kodda og finna sér stað í kirkjunni. Slök- unin hjá Önnu hefst korteri seinna og stendur í hálfa klukkustund. Þá fer ég upp að altarinu og ber bæna- efnin fram. Korteri síðar er gengið aftur út í hversdagsleikann,“ segir Jóna Hrönn. En um hvers konar slökun er að ræða? „Konurnar fara í slökunar- svefn þar sem athyglinni er haldið vakandi. Hann kallast yoga nidra og er farið inn í slökunina eftir ákveðnum fyrirmælum. Slakað er á öllum vöðvum líkamans, hugurinn verður hljóður og tilfinningarnar kyrrast,“ segir Anna sem tekur að sér að svara því. „Þá er manneskj- an komin í djúpt slökunarástand og upplifir andartakið eða núið án þess að það sé truflað af hugsunum, tilfinningum eða „ég-vitundinni“ Spurð að því hvernig yoga nidra og fyrirbæn fara saman segist Anna ekki vita til þess að þetta hafi verið reynt áður á Íslandi. „Maður getur hins vegar ímyndað sér að mann- ekja sem er komin í slökunarástand sé miklu móttækilegri fyrir öllu því sem gerist í kringum hana. Fyrir manneskju sem trúir og vill dýpka og virkja trúna þá ætti máttur bæn- arinnar að geta orðið meiri og dýpri en þegar manneskjan er í sinni dag- legu vitund.“ vera@frettabladid.is Jógaslökun og fyrirbæn Boðið verður upp á nýtt helgihald í Vídalínskirkju í kvöld og næstu þriðjudaga. Um er að ræða jóga- slökun sem er fylgt eftir með fyrirbæn með það að markmiði að máttur bænarinnar verði meiri. Jóna Hrönn Bolladóttir ásamt Önna Ingólfsdóttir og Fríðu Gísladóttur. Þær hvetja konur til að koma til að hvílast og biðja. Andleg heilsa er hugtak sem er notað til að lýsa því hvernig fólki líður, hvort það getur hugsað eðlilega eða rökrétt og hversu vel það er til þess fallið að takast á við atburði í lífi sínu. FR ÉT TA B LA D ID /A N TO N Heilsusetur Þórgunnu 552 1850 / 896 9653 · www.heilsusetur.is Viðurkenndur sérmenntaður kennari með 20 ára reynslu NÁMSKEIÐ Í ANDLITSNUDDI & INDVERSKU HÖFUÐNUDDI 9 október frá kl. 11.00 til 15.00 Upplýsingar í síma 896-9653 og á www.heilsusetur.is. Bæði námskeiðin hefjast 11. október Fyrirlestur 9. október Verð kr. 34.900 Skráning er hafin í síma 444-5090 eða nordicaspa@nordicaspa.is Fimm tímar í viku – hreinsun, liðleiki og styrkur 3 tímar – jóga, liðleiki og öndun 2 tímar – léttar styrktaræfingar í tækjasal Tímar: 6:35 og 17:20 mán/mið/fös. Þjálfari er Sigríður Guðjohnsen NORDICASPA 28 daga hreinsun með mataræði og hreyfingu WWW.NORDICASPA.IS Hjá okkur nærðu árangri! Fimm tímar í viku – Brennsla og styrkur 3 öflugir brennslutímar 2 styrktartímar í sal Vikulegar mælingar Ítarleg næringarráðgjöf Fyrirlestur – Borðaðu til að léttast og auka orkuna Slökun og herðanudd eftir hverja æfingu Takmarkaður fjöldi 6:30, 7:30, 10:00, 16:30 og 18:30 Þjálfari er Gunnar Már Sigfússon 1. vika – Orkuhleðsla Í fyrstu vikunni byggir þú upp orku og kemur líkamanum í jafnvægi. 2. vika – Öflug melting – Aukin brennsla Í viku tvö er verið að efla og bæta meltinguna til að þú fáir sem mest út úr holla matnum sem þú ert að borða. 3. vika – Hormóna jafnvægi – Hreinsun Þriðja vikan mun koma jafnvægi á hormónaflæði líkamanns sem mun hafa áhrif á skap þitt, lífsorku og kraft. 4. vika – Ónæmiskerfi eflt – Jafnvægi Í viku fjögur byggjum við upp ónæmiskerfið og hjálpum því að verja líkamann á náttúrulegan hátt. Lúxusnámskeið NORDICASPA fyrir konur og karla 4 vikna Á námskeiðinu hreinsum við líkamann af óæskilegum eiturefnum, aukum getu hans til að vinna rétt úr fæðunni, aukum liðleika og styrk og komum þér af stað í nýjan lífsstíl! Ertu að glíma við: Mataróþol Matarfíkn og sykurlöngun Maga- og ristilvandamál Verki og bólgur í liðum Streitu, þreytu og svefnleysi Þunglyndi Aðra lífsstílssjúkdóma Heilsusetur Þórgunnu 552 1850 / 896 9653 · www.heilsusetur.is Viðurkenndur sérmenntaður kennari með 20 ára reynslu NÁMSKEIÐ Í UNGBARNANUDDI 7. október kl. 14:00 Upplýsingar í síma 896-9653 og á www.heilsusetur.is. teg. BARBARA - push up fyrir stærri brjóstin í skálum C,D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 7.680,- buxur í stíl á kr. 2.990,- teg. LILA - push up haldari í skálum A,B,C,D,DD á kr. 7.680,- buxur í stíl á kr. 2.990,- teg. AGATHA push up í skálum A,B,C,D,DD á kr. 7.680,- buxur í stíl á kr. 2.990,- Laugavegi 178 - Sími: 551 2070 Sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10-18. Lau. 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is LUXUS Á FÆRIBANDI MiðvikudagaJóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is - sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is - sími 512 5447

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.