Fréttablaðið - 05.10.2010, Blaðsíða 32
5. október 2010 ÞRIÐJUDAGUR20
timamot@frettabladid.is
59
AFMÆLI
VIGDÍS HREFNA
PÁLSDÓTTIR
leikkona er 33
ára
VIGDÍS GUNN-
ARSDÓTTIR
leikkona er 45
ára
HANS KRISTJÁN
ÁRNASON,
hagfræðingur
og rithöfundur,
er 63 ára
ÞÓR JAKOBS-
SON
veðurfræðingur
er 74 ára
Merkisatburðir
1897 Stórstúka Íslands gefur út Æskuna, barnablað með mynd-
um, í fyrsta sinn.
1946 Keflavíkursamningurinn undirritaður, þegar Alþingi sam-
þykkir afnot Bandaríkjanna af Keflavíkurflugvelli.
1949 Dregið er í fyrsta sinn í Vöruhappdrætti Sambands íslenskra
berklasjúklinga (SÍBS).
1963 Hljómar leika í fyrsta sinn opinberlega í Krossinum í Njarð-
vík.
1984 Eiríkur J. Eiríksson og Kristín Jónsdóttir gefa Bæjar- og hér-
aðsbókasafni Selfoss safn sitt, alls um 30.000 bindi.
1991 Blönduvirkjun formlega tekin í notkun.
Fyrsta smáskífa Bítlanna kom út þennan októb-
erdag fyrir 48 árum. Á A-hlið plötunnar var lagið
Love Me Do sem Paul McCartney samdi að
mestu 1958, þegar hann skrópaði í skóla einn
daginn á sautjánda ári. John Lennon bætti síðan
smávegis við lagið áður en það fyrst náði eyrum
hlustenda 1962. Á bakhlið smáskífunnar var
lagið P.S. I love you.
Þegar smáskífan kom fyrst út á Bretlandseyj-
um kleif hún hæst í sautjánda sæti vinsældar-
lista, en 1982 var lagið endurútgefið og komst í
fjórða sæti. Lagið fór hins vegar rakleiðis í fyrsta
sæti bandaríska smáskífulistans þegar það kom
út vestra 1964.
Love Me Do var tekið upp í Abbey Road-stúdíói
EMI-plötuútgáfunnar. Á sama tíma tóku Bítlarnir
upp lagið Please Please Me í von um að setja
það á bakhlið smáskífunnar, en þeim til sárra
vonbrigða var því hafnað af plötuframleiðand-
anum George Martin.
ÞETTA GERÐIST: 5. OKTÓBER 1962
Fyrsta smáskífa Bítlanna kemur út
BOB GELDOF rokkari og mannvinur er 59 ára
„Á sama tíma og konur berjast við að standa jafnfætis körlum á vinnumarkaði þurfa
karlar að heyja baráttu til að endurheimta sinn sess í venjulega samsettri fjölskyldu.“
„Ímynd húsmæðra á gullaldarárum
þeirra er geðgóð eiginkona sem nýtur
þess að þrífa, baka og sauma, sinna
börnum og dúllast í kringum eigin-
mann sinn á hvítþvegnu heimili. Því
kom mér á óvart að ekki gengu þær
allar brosandi til húsverka sinna og
að allar nema ein unnu að hluta til úti
meðfram húsmóðurstarfinu,“ segir
Margrét Helgadóttir sagnfræðingur
sem í dag klukkan 12.05 heldur erind-
ið „Gullöld húsmæðra“ í fyrirlestrasal
Þjóðminjasafns Íslands.
„Það var um miðja síðustu öld að
ákveðnar konur kröfðust upphefð-
ar og starfsheitis sem hæfði því sem
þær sögðu mikilvægasta starf þjóð-
arinnar; að ala upp börnin, sjá um
eiginmanninn og hugsa um heim-
ilið. Áður höfðu flestar fjölskyldur
búið til sveita þar sem heimilisfólk-
ið skipti með sér verkum, en í borg-
arsamfélaginu varð meiri aðskilnað-
ur þegar karlinn fór til starfa úti og
konan varð eftir heima,“ segir Mar-
grét sem í rannsókn sinni ræddi við
ellefu gullaldarhúsmæður víðs vegar
af landinum.
„Nútímakonur hafa rómantíska
sýn á húsmóðurímynd þessa tíma og
halda að hamingjan ein hafi ráðið ríkj-
um og húsmæður hafi verið að dúllast
þetta heima, en í raun var fátt róm-
antískt við tilveru þeirra. Í ljós kemur
að konur þá höfðu jafn mikið, ef ekki
meira á sínum herðum, því þá eins og
nú, sinntu þær vinnu, börnum og heim-
ili. Hins vegar var samfélagið þeim
hliðhollara og vinnuveitendur komu
til móts við þarfir heimilisins, þannig
að þær gátu skotist heim til að setja
upp kartöflur og unnið hluta úr ári svo
börnin yrðu ekki útundan,“ segir Mar-
grét. Í rannsóknarvinnu sinni komst
hún að því að fimm kvennanna fóru í
húsmæðraskóla meðan hinar bjuggu
yfir kunnáttu frá móður sinni eða
heimilum sem þær komu frá.
„Þegar gullaldarhúsmæðurnar
voru alveg heimavinnandi gerðu þær
meira og betur, en þegar þær fóru út
á vinnumarkað lögðu þær minna upp
úr þrifnaði og sögðu menn sína hafa
verið lipra með hjálp við heimilisstörf-
in. Þá höfðu þær mismikinn áhuga á
tilteknum húsverkum og meira að
segja sú sem var alltaf heima lét þau
lönd og leið til að geta verið með börn-
um sínum; ekki ósvipað og tímaknöpp
nútímakonan sem lætur þrifin bíða til
að eiga gæðastundir með börnunum,“
segir Margrét og útskýrir að samfé-
lag gullaldarinnar hafi sett húsmæðr-
um óraunhæfar þrifnaðarkröfur.
„Því upplifðu margar streitu við að
standa skil á hreinlætisstuðlum sam-
félagsins og töluðu um að þær hefðu
gert lítið annað en að þrífa, enda veit
nútímakonan að það þarf virkilega
að halda tuskunni á lofti til að halda
heimilinu í horfinu,“ segir Margrét og
upplýsir að sumum gullaldarkvenna
hafi beinlínis leiðst húsmóðurstarfið.
„Einni fannst það allt leiðinlegt, og
flestar nutu þess bara sem þær höfðu
raunverulegan áhuga á, eins og köku-
bakstri eða hannyrðum, rétt eins og
á við um konur í dag. Því finnst mér
tímarnir ekki hafa breyst svo mjög og
ég gæti allt eins hafa verið að tala við
jafnöldrur mínar þegar ég tók viðtöl-
in því með þeim bærðust sömu vænt-
ingar og þrár. Og þegar heimilistæki
ruddu sér til rúms á íslenskum heim-
ilum fór þvotturinn ekki sjálfkrafa í
vélina eða úr henni og upp í hillur, en
stritið minnkaði og vinnan fór betur
með þær líkamlega. Flestar höfðu þó
móður sína eða tengdamóður með
í húsverkunum, og þar ættum við
konur að staldra við nú, því við viljum
gera allt sjálfar um leið og við kvört-
um yfir of miklu álagi. Við þurfum
bara aðeins að slaka á stjórnartaum-
unum og gefa körlum tækifæri í hús-
verkunum líka.“ thordis@frettabladid.is
GULLÖLD HÚSMÆÐRA 1945-65: FYRIRLESTUR Í ÞJÓÐMINJASAFNI ÍSLANDS Í DAG
Ekki svo rómantísk og geðgóð
HEILÖG HÚSMÓÐIR Margrét Helgadóttir, sagnfræðingur og viðskiptafræðingur, segir viðhorf
almennings til kvenna og húsmæðra hafa breyst mikið síðan á gullöld húsmæðra, því viðmæl-
endur hennar hafi verið ófáanlegir til að tala um skilnaði eða barneignir utan hjónabands á
þessum tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Innilegar þakkir sendum við öllum
þeim sem sýnt hafa okkur einstakan
hlýhug, vináttu og stuðning við andlát
og útför okkar ástkæra
Hannesar Þórs
Helgasonar,
Háabergi 23, 221 Hafnarfirð
Helgi, Pattý og fjölskylda.
Ástkær eiginkona mín, móðir,tengda-
móðir,amma og langamma
Ragna Sólberg
lést á St. Jósepsspítalan föstudaginn 1.október sl.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstu-
daginn 8.október kl.13:00
Óskar Líndal Jakobsson
Gísli Þór Guðmundsson Anna Hildur Hildibrandsdóttir
Sóleu Guðmundsdóttir Ingvar Reynisson
Friðgerður Guðmundsdóttir
ömmubörn og langaömmubörn.
Þeir sem vilja minnast hennar er bent á MND félagið
Elskulegur eiginmaður minn, faðir
okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
Hermann Ólafsson
Málarameistari
Hrafnistu, Hafnarfirði
lést á Hrafnistu 29. september. Útför hans fer fram frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 6. október
kl. 13.
Sigríður Samsonardóttir
Halldóra Hermannsdóttir, Ásmundur Jónasson
Aðalheiður Hermannsdóttir
Barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðursystir okkar
og mágkona,
Una Þorgilsdóttir
Ólafsbraut 62, Ólafsvík,
verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju
fimmtudaginn 7. október kl. 13:00
Fyrir hönd aðstandenda,
Ólafur Sveinsson, Kristlaug Sigríður Sveinsdóttir,
Sveinn B. Ólafsson.
Elskuleg móðir okkar, amma
og langamma
Valný Georgsdóttir
áður til heimilis á Bláhömrum 2,
Reykjavík
andaðist í Heilbrigðisstofnun Blönduóss laugardaginn
2. okt. Útförin mun fara fram í Reykjavík og verður
hún auglýst síðar.
Erla Höskuldsdóttir
Sigrún Höskuldsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.