Fréttablaðið - 05.10.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 05.10.2010, Blaðsíða 22
 5. október 2010 ÞRIÐJUDAGUR4 300 g gulrætur 300 g tófú 1/3 bolli kjúklingabaunamjöl 1 laukur 1/2 tsk. túrmerik 1/4 tsk. chiliduft 1 hvítlauksgeiri 1 1/2 tsk. kóríanderduft 1 tsk. salt Sósa 1 dós saxaðir niðursoðnir tómatar 1 hvítlauksgeiri basil, ferskt eða þurrkað Gulræturnar eru fínrifnar, tófúið maukað, lauk- urinn fínsaxaður, öllu blandað saman í skál og mótuð buff. Buffunum er velt upp úr kjúklinga- baunamjöli og steikt á pönnu. Buffin eru flutt yfir í eldfast mót sem smurt er með olíu, sósan sett ofan á hvert buff og bakað í ofni í 15 mínútur við 175 gráður. Quinoa 1 bolli quinoa 2 msk. olía 1/2 tsk. gul sinnepsfræ 1 þurrkaður rauður chili mulinn 10-15 karrýlauf (fást í austurlensku búðunum) 10 strengjabaunir baunir skornar í litla bita 1 gulrót skorin í litla bita 1 tsk. salt 1 msk. ferskur sítrónusafi 1 1/2 bolli vatn Olían hituð, sinnepsfræin sett út í. Þegar þau byrja að poppa er þurrkaður og mulinn chilí- inn settur út í. Strengja- baunir og gulrætur eru settar á pönnuna og allt hitað í tvær mínútur. Þá er quinoa bætt út í og hrært vel. Salti, sítrónusafa og vatni bætt út í. Þegar suðan kemur upp er hitinn lækkað- ur og látið sjóða í 20 mínútur. Gott er að láta þetta standa í pottinum í nokkrar mínútur og hræra síðan upp í með gaffli. GULRÓTA- OG TÓFÚBUFF MEÐ QUINOA fyrir 4-5 „Við byrjuðum upphaflega sem kaffihús,“ segir Guðný Jónsdótt- ir kokkur og eigandi Garðsins við Klapparstíg sem hélt upp á tíu ára afmæli í ágúst. „Við leggjum mikið upp úr friðsælu andrúmslofti en þegar við vorum að fara af stað með Garðinn var ekki mikið af svo- leiðis kaffihúsum,“ segir Guðný en fljótlega breyttist hið heilsusam- lega kaffihús í veitingastað. „Við erum ekki með kjöt eða fisk en einbeitum okkur að fjölbreyttu grænmetisfæði. Við erum bæði með tófú, baunir og grænmeti og allt þar á milli. Þá notum við ekki hveiti, heilhveiti eða hvítan sykur,“ segir Guðný og telur að um 70 pró- sent alls hráefnisins sé lífrænt. Í Garðinum er daglega boðið upp á einn rétt dagsins og eina súpu. Hægt er að ráða skammtastærð- unum því boðið er upp á stóra og litla skammta. „Það er sérstak- lega vinsælt meðal kvenna að fá sér lítinn skammt af hvoru og svo kannski litla kökusneið á eftir,“ segir Guðný. Hún bakar og býður upp á nokkrar gerðir af kökum og er bæði með lítið sætar kökur með engum viðbættum sykri og sætari kökur. „En þá notum við aðeins hrásykur,“ áréttar hún. Guðný gefur lesendum Frétta- blaðsins uppskrift að gulróta- og tófúbuffi með quinoa sem hún segir að sé mjög prótínríkt korn sem Inkar hafi notað mikið. Garð- urinn er opinn daglega frá klukk- an 11 til 18.30 en á laugardögum frá 12 til 17. solveig@frettabladid.is Fjölbreytt grænmetisfæði Veitingastaðurinn og kaffihúsið Garðurinn við Klapparstíg 37 býður upp á fjölbreytta grænmetisrétti og súpur. Þar má einnig tylla sér niður og gæða sér á sykurlitlum en gómsætum kökum og úrvalskaffi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Guðný Jónsdóttir er kokkur, eigandi og stofnandi Garðsins á Klapparstíg. Hún eldar og gefur uppskrift að gulróta- og tófúbuffi með quinoa. Tófú er hleypt sojamjólk sem framleidd er úr soja- bauninni. Tófú er undirstöðuþáttur í matargerð víða í Austurlöndum fjær. Það er talið mjög hollt og er mikið notað í heilsurétti. Tófú er oft í vökva sem þarf að sigta vel frá áður en matreiðsla hefst. Þar sem tófú er nánast bragðlaust er það gott með í sterka rétti, þá er það skorið í teninga og steikt í olíu á pönnu og kryddað vel eða látið liggja í krydd- legi. www.femin.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.