Fréttablaðið - 05.10.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 05.10.2010, Blaðsíða 16
16 5. október 2010 ÞRIÐJUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Aukin framleiðsluaukning og nýjar fjár-festingar álversins í Straumsvík hafa nýlega verið kynntar og er sannarlega um að ræða góðar fréttir fyrir íslenskt atvinnu- og efnahagslíf. Rúmlega 600 ný störf verða til á framkvæmdatímanum; einkum fyrir iðnaðarmenn, verkfræðinga, tæknifræðinga og verkafólk. Heildarfjár- festing álversins nemur um 55 milljörðum króna. Þessar staðreyndir munu hafa mikil áhrif og verða dýrmæt innspýting í íslenskt samfélag, ekki síst nú þegar uppbygging í atvinnulífinu er grundvallarforsenda þess að efnahagslífið rétti úr kútnum. Forsvars- menn álversins segja þessi nýju verkefni og raforkusamninga styrkja álverið og treysta starfsemi þess til framtíðar. Þeir sem fara með stjórnartaumana í landinu um þessar mundir hafa nú ekki beinlínis skapað bestu aðstæður til atvinnu- uppbyggingar eða gert fyrirtækjum í sam- keppni auðveldara fyrir að halda velli eða dafna í því árferði sem nú er. Rétt eins og fyrir þremur árum þegar meirihluti Sam- fylkingarinnar í Hafnarfirði setti fótinn fyrir stækkunaráform og atvinnuupp- byggingu álversins í Straumsvík með því að skipta um kúrs í miðjum undirbúningi stækkunarinnar og boða til íbúakosningar þar um. Ekki fyrsta dæmið um hin svoköll- uðu „klækjastjórnmál“ Samfylkingarinn- ar. Það skyldi gert í ljósi mikillar lýðræðis- ástar bæjaryfirvalda og samþykkta Hafnarfjarðarkaupstaðar sem gerðu ráð fyrir því að íbúar gætu kosið um mikilvæg málefni bæjarfélagsins. Við þekkjum niður- stöðuna úr þeim kosningum, þar sem mjótt var á mununum, en í samþykktum Hafnar- fjarðar var einnig gert ráð fyrir að bæjar- búar gætu sjálfir farið fram á íbúakosningu ef tilskilinn fjöldi íbúa væri þar að baki. Fyrir nokkrum mánuðum bárust bæjar- yfirvöldum undirskriftalistar þúsunda bæj- arbúa þar sem farið var fram á að íbúa- kosningin yrði endurtekin. Skemmst er frá því að segja að undirskriftirnar eru enn á borði bæjarstjóra. Lýðræðinu sem íbúum Hafnarfjarðar er boðið upp á í samþykkt- um og hátíðarræðum, hefur ekki verið fullnægt. Nú standa kosningar til stjórn- lagaþings fyrir dyrum í sveitarfélögum landsins. Við sjálfstæðismenn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar höfum lagt til að íbúakosn- ing um deiliskipulag við Straumsvík fari fram um leið. Þar með yrði kröfum þúsunda bæjarbúa svarað og málið afgreitt af hálfu bæjarins. Það verður fróðlegt að fylgjast með hvort meirihlutinn hafi kjark til að samþykkja tillögu okkar sjálfstæðismanna og verða við lýðræðisóskum bæjarbúa. Kosið um álver og stjórnlagaþing? Straumsvík Rósa Guðbjartsdóttir bæjarfulltrúi í Hafnarfirði GOÐSAGNIR UM SPARPERUR „... er ekki hægt að dimma“ OSRAM býður upp á dimmanlegar sparperur með OSRAM DULUX® INTELLIGENT DIM vörulínunni. Athugaðu að venjulegar sparperur er ekki hægt að nota með dimmerum. Endursöluaðilar um land allt osram.is Jóh an n Ó laf sso n & C o Fagmennska í fyrirrúmi „Ég óskaði eftir að starfsmenn ráðuneytisins færu yfir umsóknirnar á faglegum nótum,“ sagði Ögmund- ur Jónasson þegar Fréttablaðið spurði hann um ráðningu Jóhanns Guðmundssonar, pólitísks aðstoð- armanns Jóns Bjarnasonar, í starf skrifstofustjóra auðlinda- skrifstofu sjávarútvegs- ráðuneytisins. Ögmund- ur tók við keflinu vegna tengsla Jóns og Jóhanns. Í útvarpsfréttum sagði hann rangt að nota það gegn Jóhanni að hafa verið „faglegur aðstoðarmaður“ Jóns Bjarnasonar. Annars er ýmislegt óljóst um ráðningarferlið, meðal annars hvort það voru samstarfs- menn Jóhanns í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu sem fóru yfir umsóknirnar á „faglegum nótum“ áður en ráðherrann tók sína fag- legu ákvörðun. Innáskiptingar Líklega hafa aldrei fleiri varaþingmenn verið á mæl- endaskrá í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra en á mæl- endaskránni sem lögð var fram fyrir umræðuna í gær. Aðeins flokksformaðurinn Steingrímur J. Sigfússon, talaði fyrir hönd síns flokks, af kjörnum þing- mönnum og starfandi ráðherrum. Sér við hlið hafði hann varaþingmennina Ólaf Þór Gunnarsson, staðgengil Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur, og Jórunni Einarsdóttur, annan varamann Atla Gíslasonar. Þá var Baldvin Jónsson kallaður inn til að flytja jómfrúrræðu sína sem þingmaður Hreyfingarinnar á Alþingi í gærkvöldi en Birgitta Jónsdóttir tók sér launalaust leyfi. peturg@frettabladid.isS tefnuræða Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á Alþingi í gærkvöldi bar vott um að hún horfðist í augu við þann margvíslega vanda, sem við blasir í málefn- um þjóðarinnar. Forsætisráðherra gerði rétt í því að viðurkenna vandamálin og leitast við að nálgast þau af ákveðinni auðmýkt. Hins vegar verður ekki sagt að Jóhanna hafi boðað sannfærandi leiðir út úr öllum þeim vanda. Jóhanna viðurkenndi þannig að ríkisstjórnin og Alþingi nytu lítils trausts og mættu harðri gagnrýni. Hún viðurkenndi að málalok varðandi ákærur fyrir landsdómi hefðu verið mistök, sem þyrfti að læra af. Forsæt- isráðherra bauð upp á samstarf allra flokka, meðal annars um lögin um landsdóm og ráðherraábyrgð, til að reyna að græða sárin. Hætt er við að mörgum þyki það boð koma heldur seint. Fólkið, sem mótmælti á Austurvelli á meðan forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína, vildi væntanlega fyrst og fremst heyra hvernig gengi að efla atvinnustarfsemi í landinu og hvort frekari aðgerðir í þágu skuldugra heimila og fyrirtækja væru áform- aðar. Forsætisráðherrann taldi upp margvísleg verkefni á sviði atvinnumálanna, en það vekur athygli hversu lítið afdráttarlaus hún var um að Ísland væri opið fyrir erlendum fjárfestingum, sem kynnu að geta örvað atvinnu og hagvöxt. Um líkur á því að reist yrði álver í Helguvík var til að mynda lítið sagt. Kannski hefur það dottið út í yfirlestri samstarfsflokksins. Jóhanna boðaði ekki frekari úrræði en þegar hafa verið ákveð- in til að bjarga skuldugum fjölskyldum frá þroti eða húsnæðis- missi, heldur vísaði á það sem þegar hefur verið fest í lög og boðaði aukna kynningu á þeim úrræðum. Það er raunsætt mat hjá forsætisráðherra að ekki verður hægt að bjarga öllum fjöl- skyldum frá því að missa íbúðir sínar á uppboði. Til þess er staða sumra of slæm. Því fólki vísar Jóhanna á félagslegar lausnir í húsnæðismálum og efldan leigumarkað með húsnæði. Varla leikur vafi á að endurskoða þarf hvaða kostir standa fólki, einkum lágtekjufjölskyldum, til boða á húsnæðismarkaði. Hins vegar hlýtur að þurfa að stokka spilin rækilega, en ekki stökkva aftur í gamla félagslega húsnæðiskerfið, sem var ónýtt. Líklega verður þetta eitt mikilvægasta verkefnið á næstunni. Jóhanna sagði að ekki stæði á henni að víkja, teldu menn að nýjar kosningar, nýtt þing og ný stjórn myndu auðvelda úrlausn þeirra vandamála, sem við blasa. Þarna virðist forsætisráðherra í raun hafa verið að biðja um vantrauststillögu á þingi. Þá er spurningin hvort stjórnarandstaðan telur sig geta náð saman við óánægða stjórnarþingmenn um að koma stjórninni frá og boða til kosninga – og hvort menn telja líklegt að hægt verði að ná saman um nýtt og árangursríkara stjórnarsamstarf eftir kosningar. Í þessu efni má segja að Jóhanna hafi komið boltanum yfir á stjórnarandstöðuna. Jóhanna vill horfast í augu við vandann, en býður ekki upp á skýrar lausnir. Beðið um van- trauststillögu Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.