Fréttablaðið - 13.10.2010, Síða 6
6 13. október 2010 MIÐVIKUDAGUR
ERTU MEÐ
VIÐKVÆMA HÚÐ?
Finnur þú fyrir þurrki í leggöngum, kláða, sveppasýkingu
eða færðu sár við notkun dömubinda?
Prófaðu þá Natracare lífrænar hreinlætisvörur, án klórs,
ilm- og plastefna.
www.natracare.is
LÍFRÆNAR HREINLÆTISVÖRUR
Nàttúruleg vellíðan
Asphalia - Náttúrulegur svefn
Fæst í apótekum og heilsubúðum
220 MILLJARÐAR Í AFSKRIFTIR Ef farið
verður í flatar lánaafskriftir kostar það
220 milljarða. SAMSETT MYND
Horfðir þú á U-21 leik Íslands
og Skotlands?
Já 46%
Nei 54%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Bindur þú miklar vonir við
komandi stjórnlagaþing?
Segðu skoðun þína á visir.is
EFNAHAGSMÁL Ríkissjóður gæti
þurft að leggja allt að 130 millj-
arða króna til Íbúðalánasjóðs, verði
höfuðstóll íbúðalána lækkaður um
átján prósent. Að öðrum kosti gætu
lífeyrissjóðirnir þurft að taka á sig
skell.
Fram kom í kvöldfréttum Ríkis-
útvarpsins í gær að verðtryggð
húsnæðislán næmu 1.230 milljörð-
um króna. Flöt átján prósenta nið-
urfærsla á fasteignalánum kostaði
220 milljarða króna. Sé upphæðinni
deilt niður á lánveitendur Íbúða-
lánasjóðs myndi það kosta bankana
sextíu milljarða króna, lífeyrissjóð-
ina þrjátíu og Íbúðalánasjóð 130.
Hjá Íbúðalánasjóði er verið að
skoða tvær leiðir til að lækka höf-
uðstól íbúðalána og hvað þær muni
kosta.
Ásta H. Bragadóttir, forstjóri
Íbúðalánasjóðs, segir sjóðinn ekki
geta tekið niðurfærsluna á sig.
Sjóðurinn hafi engan afskriftasjóð
sem geti tekið við skellinum. Annað
hvort verði ríkið að leggja honum til
það fjármagn sem upp á vanti eða
að afskrifa skuldir sjóðsins á móti.
Helstu lánardottnar Íbúðalánasjóðs
eru lífeyrissjóðir landsins. „Endan-
legir útreikningar liggja ekki fyrir,
enda útfærslan ekki komin,“ segir
Ásta. - jab
Tvær leiðir ræddar um 18 prósenta afskrift á fasteignalánum en báðar eru dýrar:
Flatar afskriftir kosta 220 milljarða
STJÓRNMÁL Fundur um 30 þing-
manna úr öllum flokkum í þjóð-
menningarhúsinu í gærkvöldi
markar spor í þá átt að stjórn-
málaflokkarnir nái saman um
að taka á skuldavanda heim-
ila og fyrir tækja, segir Jóhanna
Sigurðardóttir forsætisráðherra.
„Það hefur komið fram að þær
aðgerðir sem gripið hefur verið
til eru ekki fullnægjandi, og það
sem meiru skiptir er að þær hafa
ekki verið nýttar af þeim sem eru
í miklum greiðsluvanda,“ segir
Jóhanna. Fundinn sátu þingmenn
úr fjórum þingnefndum, auk fimm
ráðherra.
„Menn voru sammála um að
skerpa þurfi á þeim úrræðum sem
í boði eru þannig að þau verði virk-
ari, bæði hjá lánastofnun-
um og umboðsmanni
skuldara. Á fund-
inum komu fram
margar athyglis-
verðar hugmynd-
ir um hvernig hægt
sé að vinna að þess-
um málum,“ segir
Jóhanna.
„Þarna var mikill
samstarfsvilji og
ég vona að hann
skili sér í aðgerð-
um fyrir fólkið,
það er það sem
mestu skiptir,“
segir Jóhanna.
Hún reiknar
með að einhverj-
ar aðgerðir verði
samþykktar strax
í þessari viku, til
dæmis að stöðva
innheimtuaðgerð-
ir strax hjá þeim
sem leiti til umboðs-
manns skuldara. Hún
segir undirbúning
fyrir aðrar aðgerðir
taka lengri tíma.
Jóhanna segir þenn-
an fund leggja lín-
urnar fyrir fund
sem verður með
fulltrúum fjár-
málastofnana
og hagsmuna-
aðilum heim-
ilanna í dag.
Sá fundur
muni gefa
skýrar vís-
bendingar
um hvort þess-
ir aðilar séu til-
búnir til að vinna
að því með stjórn-
völdum að finna
lausnir.
Meðal þess sem
ræða á betur í dag eru hugmynd-
ir um niðurfærslu á skuldum.
Jóhanna segir skiptar skoðan-
ir um málið í öllum flokkum og í
þjóðfélaginu. Niðurfærsla á skuld-
um hafi áhrif á banka, Íbúðalána-
sjóð og lífeyrissjóðina. Samfélags-
lega sátt þurfi um málið, og erfitt
að segja hversu langt sé í að niður-
staða náist.
Jóhanna segir þennan fund að
mörgu leyti einstakan. „Ég held
það sé ekki hægt að finna marga
fundi í sögunni þar sem helmingur
þingmanna, úr stjórn og stjórnar-
andstöðu, hefur setið saman í ein-
lægum og málefnalegum umræð-
um um hvernig hægt er að leysa
vandann.“ brjann@frettabladid.is
Skref í átt að lausn
á skuldavandanum
Um helmingur þingmanna úr öllum flokkum sat fund um skuldavanda heim-
ila og fyrirtækja í gær. Afar vel heppnaður fundur þar sem margar hugmyndir
komu fram segir forsætisráðherra. Taka höndum saman um að leysa vandann.
Eygló Harðardóttir,
þingmaður Fram-
sóknarflokksins,
segist ánægð með að
fundurinn hafi verið
haldinn og að ráð-
herrar hafi þar sýnt að
þeir séu tilbúnir til að
hlusta á það sem allir
hafi haft fram að færa.
Allir aðilar þurfi þó að
koma að borðinu eigi
að fara í almennar
aðgerðir. „Það þarf
að búa til nánast
þjóðarsátt um
það að taka
á þessum
skulda-
vanda.“
- þj
Þjóðarsátt þarf
Pétur Blöndal,
þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins, segir fundinn
hafa verið málefna-
legan. Hann segir
ríkisstjórna á villigöt-
um í mörgum málum,
„en vandi heimilanna
er svo brýnt mál að við
verðum að taka hönd-
um saman til að leysa
hann. Ef það kemur
svo einhver niðurstaða
úr þessum fundum þá
er það þess virði“. - þj
Vinna saman
Margrét
Tryggvadóttir sat
fundinn fyrir hödnd
Hreyfingarinnar og
sagði hann hafa verið
góðan. „Það var gott
vinnuandrúmsloft
og það segir manni
kannski að þetta er
ekki alveg vonlaust. En
ég varð þó fyrir smá
vonbrigðum með að
ekkert róttækt kom
fram á fundinum, en
það er það sem við
þurfum.“ - þj
Ekkert róttækt
JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR
CHILE, AP Björgunaraðgerðir hófust
í Chile í gærkvöldi þar sem ferja
átti námuverkamennina 33 sem
hafa verið innilokaðir neðanjarðar
í 69 daga, upp á yfirborðið. Heims-
byggðin hefur fylgst náið með
framvindunni og voru til dæmis
um tvö þúsund fjölmiðlamenn á
vettvangi í gær.
Björgunaraðgerðir stóðu enn
yfir þegar Fréttablaðið fór í prent-
un en hífa átti upp mennina hvern
fyrir sig í þar til gerðu hylki.
Ráðgert var að ferðin upp á yfir-
borð jarðar tæki um 20 mínútur,
um 620 metra leið. Florencio Áva-
los átti að verða sá fyrsti til að líta
dagsins ljós, en verkstjórinn Lois
Urzua mun reka lestina.
Mikil spenna hefur ríkt meðal
aðstandenda námumannanna und-
anfarna daga þar sem þeir bíða
björgunarinnar fyrir ofan nám-
una. Andrúmsloftið hefur ein-
kennst af harkalegum deilum um
allt frá peningum, sem fást fyrir
viðtöl við fjölmiðla, til ágrein-
ings um það hver sé nógu náskyld-
ur námumanni til að eiga heima í
hópnum. - gb, þj
Námumennirnir að losna úr prísundinni eftir tveggja mánaða einangrun:
Björgunaraðgerðir hafnar í Chile
ALLT AÐ VERÐA KLÁRT Björgunarmaður
prófaði hylkið sem notað er til að bjarga
námumönnunum. NORDICPHOTOS/AFP
LÖGREGLUMÁL „Það stökk hérna
inn maður og ógnaði starfsstúlku
með hnífi og vildi peninga,” segir
Guðmundur Arnfjörð, eigandi
Pizzunnar í Núpalind í Kópavogi.
Vopnað rán var framið á staðn-
um um tíu leytið í gær. Þjófur-
inn hafði um 20 þúsund krónur
úr krafsinu. Að sögn Guðmund-
ar var starfsmanninum að vonum
brugðið en hann fékk áfallahjálp.
Myndavélakerfi er á staðnum
og vonast Guðmundur til að
myndir úr því nýtist lögreglunni
til að leysa málið. - kh
Vopnað rán á Pizzunni:
Ógnaði stúlku
með hnífi
KJÖRKASSINN