Fréttablaðið - 13.10.2010, Page 10

Fréttablaðið - 13.10.2010, Page 10
10 13. október 2010 MIÐVIKUDAGUR Veldu þér Škoda Notaðir bílar · Kletthálsi og Laugavegi 174 · Sími: 590-5040 · Opið virka daga 10–18 og laugardaga 12–16. HAFÐU HANN Í ÁBYRGÐ MEÐ BÍLAÁBYRGÐ HEKLU Komdu við hjá okkur á Kletthálsi og skoðaðu úrvalið af nýlegum og sparneytnum Škoda bílum. Verðið er sérlega hagstætt og með Bílaábyrgð HEKLU getur þú haft bílinn í ábyrgð þar til hann nær fimm ára aldri. Škoda Octavia 1.9 TDi dísil Ásett 2.390.000 kr. – Ekinn 62.000 km. Skráningardagur 14.05.07. Beinskiptur. Ásett 2.190.000 kr. - Ekinn 78.000 km. Skráningardagur 18.12.06. Sjálfskiptur. Ásett 2.490.000 kr. – Ekinn 69.000 km. Skráningardagur 29.05.07. Sjálfskiptur. Ásett 2.250.000 kr. – Ekinn 76.000 km. Skráningardagur 11.05.07. Beinskiptur. Ásett 1.900.000 kr. – Ekinn 60.000 km. Skráningardagur 21.11.07. Beinskiptur. Ásett 1.950.000 kr. – Ekinn 21.000 km. Skráningardagur 07.04.08. Beinskiptur. Škoda Octavia 2.0 FSi bensín Škoda Octavia 1.9 TDi dísil Škoda Octavia 1.9 TDi dísil Škoda Roomster 1.6 bensín Škoda Fabia Combi 1.2 bensín MEÐ BÍLAÁBYRGÐ HEKLU MEÐ BÍLAÁBYRGÐ HEKLU MEÐ BÍLAÁBYRGÐ HEKLU F í t o n / S Í A VIÐSKIPTI Jóhannes Jónsson, löng- um kenndur við Bónus, hefur hætt við kaup á tískuvöruverslununum Zöru, Topshop og All Saints. Hagar reka verslanirnar þrjár og ætla að gera það áfram þrátt fyrir persónuleg tengsl eigenda viðkomandi umboða við Jóhann- es og fjölskyldu hans. Þegar hefur verið ákveðið að selja matvöru- verslanir 10-11 út úr fyrirtækja- samstæðunni. Hagar eru nú í söluferli hjá Arion banka og verð- ur tilhögun þess og framkvæmd tilkynnt á næstu dögum. Bankinn, sem á meiri- hluta í Högum, s a md i v i ð Jóhannes í kjöl- far brotthvarfs hans úr stjórn- arformanns- sæti Haga í ágústlok um að hann fengi að kaupa helm- ingshlut í mat- vöruverslununum SMS í Færeyj- um ásamt tískuvöruverslununum þremur fyrir rúma 1,2 milljarða króna. Samningar um kaupin á SMS standa enn. Verðmæti helm- ingshlutar Haga í SMS-verslun- unum hljóðar upp á 450 milljón- ir króna. Jóhannes vildi ekki tjá sig um ástæðu þess að hann hætti við kaupin þegar eftir því var leitað í gær. Hann hefur verið í stífri krabbameinsmeðferð á sjúkrahúsi í yfir tíu daga og sagðist engu vilja bæta við tilkynninguna. - jab Jóhannes í Bónus hættur við kaup á þremur tískuvöruverslunum í eigu Haga: Kaupir helmingshlut í SMS JÓHANNES JÓNSSON LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu leitaði enn síð- degis í gær að manni sem réðst á sextán ára stúlku í austurborg- inni í fyrradag. Stúlkan er illa slösuð eftir árásina. Hún er brotin á hönd, með skurði á höfðinu og mar víða, meðal annars á hálsi. Árásin var gerð á milli klukkan 15 og 15.30 í fyrradag á göngu- stíg norðan Suðurlandsbrautar, fyrir neðan Vegmúla. Árásarmað- urinn er talinn vera 170 til 175 sentimetrar á hæð, skolhærður og klæddur í svarta yfirhöfn og hvíta skó en rauður litur kann einnig að vera á skónum. Líklegt þykir að árásarmaðurinn sé rétt um tví- tugt og íslenskur. Þeir sem geta varpað ljósi á málið eru vinsam- legast beðnir um að hafa samband við lögregluna á höfuðborgar- svæðinu í síma 444-1000. - jss 16 ára fórnarlamb illa slasað: Árásarmanns- ins enn leitað BRUNI Tugmilljónatjón varð í elds- voða á dekkjaverkstæði Pitt-stop við Rauðhellu í Hafnarfirði aðfara- nótt þriðjudagsnótt. Eldsupptök eru ókunn. Eldsins varð vart laust fyrir klukkan hálfeitt aðfaranótt þriðju- dags og var allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu sent á vett- vang. Þá var bakvakt einnig kölluð út. Alls voru hátt í 40 slökkviliðs- menn sendir á staðinn. Húsið var alelda þegar að var komið og lagði slökkvilið áherslu á að verja nálæg hús og þá hluta verkstæðisins sem stúkaðir voru af með eldvarnarveggjum. Eftir rúma klukkustund náðust tök á eldinum. Undir morgun voru slökkviliðs- menn farnir að slökkva í glæðum. Dekkjaskiptivélar eru ónýtar eins og dekkjalagerinn. Þá er húsið gjörónýtt. - sh Dekkjaverkstæði í Hafnarfirði stóð í ljósum logum í fyrrinótt: Tugmilljónatjón í eldsvoða ALLT ÓNÝTT Verkstæðið gereyðilagðist í brunanum og hleypur tjónið á tugmilljónum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KÍNA, AP Liu Xia segist vonast til þess að komast til Svíþjóðar að taka við friðarverðlaunum Nób- els hinn 10. desember fyrir hönd eiginmanns síns, Liu Xiaobo, sem situr í fangelsi í Kína. Sjálf er hún í stofufangelsi á heimili sínu í Peking, en náðst hefur samband við hana í síma. „Sem stendur get ég ekki einu sinni komist út fyrir dyr hússins míns, hvað þá út úr landinu,“ sagði hún í gær. Hún hitti eiginmann sinn í fangelsinu á sunnudag. - gb Eiginkona verðlaunahafa: Vonast til að taka við Nóbel Vegopnunarhátíð haldin Íbúar á Þórshöfn og nágrenni halda vegopnunarhátíðina Núna fer ég norður! í tilefni af opnun Hófskarðs- leiðar þann 5. til 7. nóvember. ÞÓRSHÖFN GLÍMUKAPPI Til að styrkja háls og herðar ganga pakistanskir glímukapp- ar, svonefndir Pahalwan, um gólf með hringlaga steinferlíki um hálsinn á undan æfingum. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL Héraðsdómur Suð- urlands dæmdi karlmann í tíu mánaða fangelsi fyrir að hafa ræktað 206 kannabis- plöntur í Hveragerði og haft í fórum sínum rúmlega þrjú kíló af kannabisefnum. Þá fannst hjá honum rúmt kíló af muld- um laufblöðum og stönglum af kannabisplöntum og um sautján grömm af hassolíu. Maðurinn játaði sök fyrir dómi, en sagði efnin ætluð til eigin neyslu. Því trúði dómarinn ekki. - jss Með ræktun og fíkniefni: Tíu mánuðir fyrir kannabis

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.