Fréttablaðið - 18.10.2010, Síða 10

Fréttablaðið - 18.10.2010, Síða 10
10 18. október 2010 MÁNUDAGUR – Lifið heil Lægra verð í Lyfju www.lyfja.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 5 18 57 1 0/ 10 Imedeen Time Perfection 60 stk. Áður: 8.927 kr. Nú: 7.588 kr. Imedeen Prime Renewal 120 stk. Áður: 13.990 kr. Nú: 11.892 kr. 15% afsláttur* Imedeen vinnur gegn öldrun húðarinnar innan frá: · Húðin verður mýkri, þéttari, sléttari og jafnari · Verndar kollagen og elastín gegn niðurbroti *gildir til 22. okt. Verð frá 5.980 kr. per m2 ákomið. Vönduð og slitsterk, þéofin teppi sem auðvelt er að þrífa Bjóðum heildarlausnir, þegar endurnýja á góleppi í stigagöngum í ölbýlis- og sambýlishúsum. Við mætum og gerum tilboð í efni og vinnu. Aðeins ei símtal og málið er komið í gang. Teppalagt tækifæri fyrir stigaganga. Nýtið ykkur virðisauka- skattinn! Á rmú l a 32 · 108 Reyk j a v í k · S ím i 533 5060 · F a x 533 5061 · www . s t epp . i s Verð frá 5.980 kr. per m2 ákomið. Vönduð og slitsterk, þéofin teppi sem auðvelt er að þrífa. VIÐSKIPTI Starfsmenn í verksmiðju Bakkavarar í bænum Bourne í Englandi hafa áhyggjur af vænt- anlegum niðurskurði og telja störf um þrjú hundruð manns í hættu. David Roome, talsmaður verka- lýðsfélagsins Unite, segir í samtali við dagblaðið Wisbech Standard að starfsfólk Bakkavarar sé reitt. Það vinni við erfiðar aðstæður og fái lítið greitt. Bakkavör hefur unnið að hag- ræðingu síðastliðin þrjú, hefur meðal annars lokað ellefu óarð- bærum verksmiðjum og sameinað framleiðslu í Bretlandi og Frakk- landi. Samkvæmt upplýsingum frá Bakkavör verða uppsagnir mun minni en nemur þeim um þrjú hundruð störfum sem í húfi eru, líklega ekki nema brot af heildar- fjöldanum. Breytingar hafa gerðar hjá Bakkavör á fleiri stöðum en í Bretlandi. Fyrirtækið var tekið af hlutabréfamarkaði hér í apríl og er nú í einkaeigu. Kröfuhaf- ar eignuðust þá í kringum þrjátíu prósenta hlut í félaginu en eign- arhlutur Bakkavararbræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssona þurrkaðist út um nokkurra ára skeið. Þá hafa höfuðstöðvar félagsins verið færðar úr Ármúlanum niður í Tjarnargötu. Þar var Bakkavör reyndar til húsa áður en eignar- haldið færðist undir Existu. - jab Starfsmenn í Bourne óttast niðurskurðarhnífinn: Uppsagnir verða minni en starfsfólkið óttast Í TJARNARGÖTUNNI Höfuðstöðvar Bakkavarar voru fluttar í vor úr Ármúla niður á upphaflegan stað í Tjarnargötu í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA CARACAS, AP Hugo Chavez, forseti Venesúela, tilkynnti fyrir helgi að samningar hefðu náðst við Rússa um byggingu kjarnorku- vers í landinu. Chavez sagði við tilefnið að Venesúela þyrfti meiri fjölbreytni í orkugjöfum, en landið er ríkt af olíu og gasi. Hann hrósaði Rúss- um fyrir að hjálpa Venesúela- mönnum við að þróa nýja tækni. Dimitrí Medvedev, forseti Rúss- lands, sagði Rússa meira en til- búna til að koma Venesúelabúum til hjálpar á þessu sviði. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Rússland og Venesúela taka höndum saman, en samstarf landanna hefur verið náið undanfarin ár. - mþl Rússar sjá um framkvæmdir: Kjarnorkuver reist í Venesúela HAFRANNSÓKNIR Hafrannsókna- skipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson eru nú í umfangs- miklum rannsóknaleiðangri umhverfis landið og í græn- lenskri lögsögu. Þrjú rannsókna- verkefni eru sameinuð: stofn- mæling botnfiska að haustlagi (haustrall), loðnumæling og mæl- ingar á ástandi sjávar. Markmiðið er að ná fram meiri tengingu milli hefðbundinnar stofnmælingar með botnvörpu, bergmálsmælinga og sjórann- sókna. Vonast er til að með því náist fram heildstæðari mynd af vistkerfi Íslandsmiða, auk þess sem betri nýting fæst á úthaldi skipanna. - shá Hafrannsóknastofnun: Tveir leiðangrar keyrðir saman RANNSÓKNASKIP HAFRÓ Reynt er að fá heildstæðari mynd af vistkerfi Íslands- miða. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR HÚSNÆÐISMÁL Búseti, húsnæðis- samvinnufélag á Norðurlandi, skorar á stjórnvöld að efla Íbúða- lánasjóð til að takast á við endur- skipulagningu á húsnæðiskerfi landsmanna. Enn fremur lýsir Búseti yfir stuðningi við áform ríkisstjórn- arinnar um að efla leigumark- að og vill leggja sitt af mörkum til að auka framboð húsnæðis á Norðausturlandi. Hvatt er til þess að samhæfa húsaleigu- og vaxta- bætur þannig að tekið verði mið af tekjum og framfærslu. - sv Búseti skorar á stjórnvöld: Eiga að efla Íbúðalánasjóð Skipulag hafnarsvæðis ógilt Úrskurðarnefnd skipulags- og bygg- ingarmála hefur ógilt breytt skipulag sem bæjarstjórn samþykkti fyrir hafnarsvæðið í Sandgerði. Nefndin segir verulegar breytingar hafa verið gerðar á auglýstri tillögu eftir að frestur til athugasemda var liðinn. Íbúar sem kærðu skipulagið segja að útsýni þeirra muni hverfa. SANDGERÐI LANDSMÓT Landsmót æskulýðs- félaga fór fram á Akureyri um helgina og tóku rúmlega sjö hundruð ungmenni þátt í mót- inu í ár. Þrælabörn á Indlandi voru í brennidepli á mótinu sem var hið fjölmennasta sem haldið hefur verið. Mótið var hið stærsta sem hald- ið hefur verið, en í fyrra tóku um fjögur hundruð ungmenni þátt í Landsmótinu. Að sögn Árna Svans Daníelssonar, verkefnis- stjóra á Biskupsstofu, var mótið virkilega vel heppnað. Þrælabörn á Indlandi voru í brennidepli á Landsmót- inu í ár og var heil mikið átak í gangi á laug- ardeginum þar sem safnað var fé til styrkt- a r b ö r n u m sem hafa verið seld í skuldaánauð af foreldrum sínum. Unglingarnir söfnuðu fé með sölu ýmissa muna sem þeir höfðu útbúið og var lagt upp með að frelsa eitt barn fyrir hverja götu á Akureyri. Markaður var settur upp á Glerártorgi á laugar- deginum og þar seldu ungmennin muni sína. „Það var mjög gaman að fylgjast með krökkunum um helgina. Við þurfum öll á einhverju að halda sem fyllir okkur von og þegar maður sér krakka sem þessa koma saman og vinna í þágu góðs mál- efnis þá fyllist maður slíkri von. Krakkarnir voru með slagorð sem hljóðaði svo: „Enginn getur gert allt, en allir geta gert eitthvað“. Við erum öll í þeirri stöðu að geta lagt eitthvað að mörkum,“ segir Árni Svanur. Söfnunin gekk vel og telur Árni Svanur að nóg hafi safnast til að leysa um hundrað börn úr ánauð. Söfnuninni er þó ekki lokið því krakkarnir hyggjast halda áfram að safna fé til styrktar þræla- börnunum á komandi vikum. Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, setti mótið. Í opnunar- ávarpi þakkaði hann framtak unglinganna og sagði þá góðar fyrirmyndir. „Við horfum á að það er gróska í æskulýðsstarf- inu og við sjáum svo víða vaxtar- sprota og góða ávexti af því sem hefur verið unnið að á undanförn- um og það er mikið, óumræðilegt þakkarefni,“ sagði í ræðu hans. Biskup kvað jafnframt mikið þakkarefni að unga fólkið skuli nú ætla að beita kröftunum sínum að því að hugleiða fátækt- ina í heiminum og leggja sitt af mörkum til þess að leysa börn úr ánauð. „Það er undursamlegt og ég vona og bið að það megi ganga og verða þeim til góðs og blessunar.“ sara@frettabladid.is Metfjöldi var á Lands- móti æskulýðsfélaga Landsmót æskulýðsfélaga var haldið á Akureyri um helgina. Mótið var hið stærsta sem haldið hefur verið. Rúmlega sjö hundruð ungmenni tóku þátt. Í fyrra voru þau fjögur hundruð. Safnað var fé til þess að leysa börn úr ánauð. Á ÆSKULÝÐSMÓTI Unglingar á Landsmóti æskulýðsfélaga söfnuðu fé til að leysa börn á Indlandi úr skuldaánauð. MYND/ÁRNI SVANUR DANÍELSSON ÁRNI SVANUR DANÍELSSON HÁSKALEIKUR Keppandi á fjallahjóli kemur stökkvandi niður fjallshlíð í þjóðgarðinum Pelister í Suður- Makedóníu í gær. Þar var í hlíðum Baba-fjalls keppt í fjallahjólabruni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.