Fréttablaðið - 18.10.2010, Page 16

Fréttablaðið - 18.10.2010, Page 16
 18. október 2010 MÁNUDAGUR16 timamot@frettabladid.is Á þessum degi árið 1991 voru verðlaun og við- urkenningar veittar fyrir listskreytingar í ráðhús Reykjavíkur. Myndskreytingu í Borgarstjórnarsal gerði Kristján Guðmundsson og hlaut 300.000 króna verðlaun fyrir og Ingibjörg S. Haralds- dóttir, Erla Þórarinsdóttir og Guðrún Erla Geirsdóttir hlutu viðurkenningu fyrir klæðistjöld í Tjarnarsalinn. Markús Örn Antonsson, þáverandi borgar- stjóri, afhenti verðlaunin og viðurkenningarnar við athöfn á Kjarvalsstöðum og við það tækifæri sagði Kristján að verk sitt væri hugsað frá þeim sjónarhóli að stjórnun borgarinnar væri eins og að „semja tónverk sem aldrei lyki“. Hann hrósaði undirbúningsnefnd fyrir grunnvinnu að sagði að sú vinna hefði létt undir með listamönnunum. Þá sögðu hönnuðir klæðistjaldanna að verk þeirra hefði verið tals- vert flókið, sérstaklega hvað tæknilegu hliðina varðaði og Guðrún Erla sagði að gaman væri að vinna að slíku verkefni í samstarfi við aðra listamenn. ÞETTA GERÐIST: 18. OKTÓBER 1991 Listskreytingar ráðhússins EINAR JÓNSSON myndhöggvari (1874-1954) lést þennan dag. „Listamaðurinn verður að vera sjálfstæður og ausa af sinni eigin auð- legð en ekki annarra.“ Áttatíu ár eru liðin frá því að Austur- bæjarskóli tók til starfa. Af því tilefni verður efnt til hátíðardagskrár næst- komandi miðvikudag, 20. október, þar sem skólinn verður opinn fyrir gesti og gangandi frá klukkan hálfníu um morg- uninn til átta um kvöldið. Guðmundur Sighvatsson er skólastjóri Austurbæjar- skóla og hefur starfað við skólann í nærri fjörutíu ár. „Ég hóf kennslu við Austurbæjar- skóla árið 1973 og ef frá er talinn einn vetur í Langholtsskóla er þetta eini grunnskólinn sem ég hef starfað við. Það eru því miklar tilfinningar í spil- inu,“ segir Guðmundur. Þegar hann hóf störf voru enn starfandi kennarar við skólann sem höfðu verið þar frá upp- hafi. Guðmundur segir það hafa verið mikil forréttindi að fá að vinna með og kynnast því fólki. „Ég náði að verða samferða sumum af þessum kennurum þeirra síðustu starfsár og maður var því svo hepp- inn að fá að upplifa viðhorf þeirra til starfsins og kynnast þeirra gildum. Við skólann hefur starfað margt gott fólk og óskaplega margir rithöfundar. Má þar nefna Jóhannes úr Kötlum, Ragn- heiði Jónsdóttur, Vilborgu Dagbjarts- dóttur og Stefán Jónsson sem kenndi hér árum saman. Árlega tek ég á móti fimm til sex hópum af gömlum nem- endum, á miðvikudaginn í næstu viku kemur hingað til að mynda fólk sem var hjá Stefáni og er fætt árið 1928.“ Skólabyggingin er ein sú veglegasta sem reist hefur verið hérlendis, en Sig- urður Guðmundsson teiknaði húsið og Ásmundur Sveinsson á heiðurinn af lágmyndum yfir aðaldyrum skólans. „Mikill metnaður var lagður í allt er viðkom byggingu skólans á sínum tíma en margt er auðvitað barn síns tíma. Kennslustofur voru þá frekar litlar, enda voru borðin miklu minni en þau eru nú til dags, kennslubækur minni í sniðum og skólatöskurnar þynnri. Fyrirferðin í kringum kennslugögn og slíkt hefur breyst mikið og segja má að þau séu plássfrekari í dag. Það er forvitnilegt að skoða þessa sögu. Á afmælishátíðinni verðum við með sýn- ingu í leikfimisalnum á gömlum munum sem sýna einmitt þróun námsbóka og kennslugagna en við eigum afar gott safn af slíku,“ segir Guðmundur og bætir við að ekki eigi margir skólar Íslandskort frá árinu 1928. Dagskráin á miðvikudaginn saman- stendur af ýmsu skemmtilegu. Má þar nefna að auk sýningarinnar mun Holl- vinafélag Austurbæjarskóla taka á móti gestum í stofu 202 allan daginn og á annarri hæð verður starfrækt Kaffihús Helgu Sigurðardóttur, sem kenndi við skólann frá stofnun hans og til ársins 1942. Guðmundur segir að stefna skólans sé meðal annars að gera betur á morg- un en gert var í dag. „Við erum alltaf að reyna að bæta okkur en höldum þó vel í gömul gildi og pössum að gera nemend- ur okkar að aðalatriði. Þannig eru það tíundu bekkingar sem sjá um að setja upp sögusýninguna á afmælinu. Við lítum á okkur sem eina stóra fjölskyldu og höfum sterka sýn á þarfir nemenda. Einkunnarorð okkar eru þau að allir eru góðir í einhverju og enginn þarf að vera góður í öllu.“ juliam@frettabladid.is 80 ÁR FRÁ STOFNUN AUSTURBÆJARSKÓLA: AFMÆLISHÁTÍÐ FRAM UNDAN ERUM EIN STÓR FJÖLSKYLDA GÖMUL GILDI „Við erum alltaf að reyna að bæta okkur en höldum þó vel í gömul gildi og pössum að gera nemendur okkar að aðalatriði,“ segir Guðmundur Sighvatsson, skólastjóri Austurbæjarskóla. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Faðir okkar og tengdafaðir, afi og langafi, Guðmundur Ástráðsson Boðaþingi 5, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 19. október kl. 11.00. Magnús Guðmundsson Jónína Pálsdóttir Guðmundur Örn Guðmundsson Auður Inga Einarsdóttir Ástráður Karl Guðmundsson Hrefna Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Haraldur Þorsteinsson lést á hjúkrunardeild Hrafnistu í Hafnarfirði þann 5. október sl. Útför hans fer fram frá Neskirkju þriðjudaginn 19. október nk. kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Sigurður Haraldsson Jóna Guðjónsdóttir Þorsteinn Haraldsson Lára V. Júlíusdóttir Ingibjörg Haraldsdóttir Sturla Þorsteinsson Ástráður Haraldsson Eyrún Finnbogadóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elsku frænka okkar Sigrún Inga Magnúsdóttir lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli miðvikudaginn 13. október. Útför hennar verður gerð frá Neskirkju föstudaginn 22. október kl. 15.00. Hjördís Kristinsdóttir Sigrún Kristinsdóttir Magnús Eyjólfur Kristinsson Sólveig Kristinsdóttir Ingunn Guðlaug Jónsdóttir Kristjana Jónsdóttir Elín Sigrún Jónsdóttir Gjótuhrauni 8, 220 Hafnarfirði Sími: 571 0400, legsteinar@gmail.com GRANÍT OG LEGSTEINAR Fallegir legsteinar á einstöku verði Frí áletr un MOSAIK Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma Ása Sólveig Þorsteinsdóttir Barðastöðum 9, Reykjavík lést á Krabbameinslækningadeild Landspítalans við Hringbraut mánudaginn 11. október. Útför fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 19. október kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Ljósið. María Guðmundsdóttir Guðmundur Valur Sævarsson Áslaug Guðmundsdóttir Guðlaugur Guðmundsson Þórey Birgisdóttir og barnabörn. Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Elskulegur systursonur, bróðir, mágur og frændi, Guðjón Þorsteinsson Svínafelli í Öræfum, andaðist á Landspítalanum í Reykjavík miðvikudags- kvöldið 13. október. Útförin fer fram frá Hofskirkju í Öræfum laugardaginn 23. október kl. 14.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Jón Páll Pálsson Jóhann Þorsteinsson Hafdís Sigrún Roysdóttir Pálína Þorsteinsdóttir Ólafur Sigurðsson Halldór Þorsteinsson.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.