Morgunn - 01.06.1927, Page 10
4
M O It G U N N
að hún liljóti aS fara nieð menn út í viðsjárverðar hugsana-
ógöngur.
Bg ætla að benda á annan eiginleika, sem oss hefir verið
kent að guö hafi, og venjulega liefir veriö aðgreindur frá rétt-
lætinu. Það er miskunnsemin. Eg held nú, að aðgreining
þeirra tveggja hugmynda sé í raun og veru misskilningur.
Eg get ekki liugsað mér miskunnarlaust réttlæti. Eg iieid, að
þegar réttlætið er orðiö miskunnarlaust, þá sé þaö ekki lengur
réttlæti. Eg held, að við séum þá komnir að því, sein Róm-
verjar nefna: „Summum jus, summa injuria.“ Það er æðsta
réttlæti, sem er orðið að mesta ranglæti. En þetta skiftir ekki
mikln máli í þessu sambandi. Af því að vér erum svo ófull-
komnir, mennirnir, ])á cr ]>að líklegast mislrunnsemin, sem vér
þráum m,est af öllu. Þegar vér finnum allra sárast til þess,
hve mjög oss er áfátt, þá eru hugmyndirnar um miskunnsem-
ina athvarf vort. Þegar móöirin horfir inn í annan heim á
eftir framliðnu barni sínu, sem vitanlega hefir ekki tekist að
fara vel með þetta líf, livað ætli það sé, sem hún hugsar þá
um, annað fremur en miskunnsemin 1 Eg þarf elcki að fara
lengra í þeirri upptalningu. Um þetta efni þarf eg ekki að
sannfæra ykkur. Við. sem nokkura lífsreynslu höfum fengið,
erum öll á sama máli um þetta.
Mörgum af oss gengur illa að finna miskunnsemina í til-
verunni út úr staðreyndum lífsins. Er nokkur önnur leið til
þess að finna liana?
Eg lét áðan getið þeirrar sannfæringar minnar — sem
eg held annars ekki, að skiftar skoðanir séu um — að það
sé tilhneigingin til að sveigja sálarrannsóknarmálið inn á
svið trúarbragðanna, gera það arðberandi í trúarlegum efn-
um, og þráin eftir að fá eitthvað að vita um þau örlög, er
bíða mannanna Iiinu megin við inóðu dauðans, sem hafi gert
málið að alheimshreyfingu í vorri veröld.
Eitthvað svipað virðist vera um bræður vora og systur,
sem farin eru yfir um. Sama tillmeigingin er þar mjög rík,