Morgunn - 01.06.1927, Side 11
MORGUNN
5
þó að hlutverkið sé annað. Þeir eru fræðararnir, við erum
nemendurnir í málinu. Frá þeirra lilið hefir verið stofnað
til þessarar lireyfingar, en, ekki frá okkar lilið. Þegar alt er
athugað, er víst óhætt að fullyrða, að jarðneskir menn hafi
gert meira að því að vinna á móti framliðnum mönnum í
málinu, en að hjálpa þeim með það. Málið er vitanlega að
mestu leyti í þeirra höndum. Það eru þeir, sem hafa steypt
það í því religiösa móti, sem það hct'ir víðast livar fengið.
Eg lield, að eg megi segja, að ]iað hafi verið óviðráðanlegt.
Enn liafa þeir ekki lagt mikið kapp á að færa oltkur aðra.
þekkingu en þá, sem að einhverju leyti liggur á trúmálasvið-
inu. En í því efni hefir líka framkoma þeirra verið ötul og
stundum jafnvel furðanlega kappsamleg.
Eg get ekki farið langt út í það mál, og verð að láta
mér nægja að benda á okkar byrjunarreynslu hér í Reykja-
vík með Indriða Indriðason. Það var mjög fjarri hugum okk-
ar allra tilraunamannanna að fara að setja nokkurt trúrælm-
ismót á tilraunirnar. Þá var það ekki nær skapi miðilsins.
Eg hygg, að það hafi verið nokkurn veginn það síðasta. sem
honum liefði til liugar komið, þegar liann réð sér sjálfur, að
fara. að flytja bænir í heyranda ldjóði. Eæstir íslenzkir leik-
menn hafa mifcla tilhneiging til þess, nema þeir hafi orðið
fyrir einhverjum sérstökum trúaráhrifum. Og eg hefi ekki
þekt aðra nwnn ólíklegri til þess en Indriða Indriðason. En
hann fékk ekki við þetta ráðið. Og við hinir fengum elcki
heldur við það ráöið. Sálmasöngs var krafist, og bænahalds
við og við. Stundum var jafnvel beðið um heilar guðsþjónust-
ur með sálmasöng, bænum og prédikun, Og bænir voru flutt-
ar, stundum óvenjulega fagrar, af vörum miðilsins. ÖU
fræðslan, innan um Hka.mleg fyrirbrigði og endurminninga-
sannanir, heyrði trúarsviðinu til, og dómar umí breytnina hér
í heimi voru allir miðaðir við afleiðingar liennar í öðrunt
heimi. Við vissum það ekki þá, að svona gengur þetta víðast
hvar annarstaðar í veröldinni. Sízt af öllu vissi miðillinn
það, því að framan af tilraununum vissi hann ekkert um
málið. En við vitum það nú. Hvað sem síðar kann að verða,