Morgunn - 01.06.1927, Side 14
8
MORGUNN
vorum frávillingar, erum í aðalatriðunum rétttrúaðri en leið-
togar rétttrúnaðarmannanna, af því að vér erum fœrir um
að sltýra hina sálrœnu hlið opinberunarLnnar, sem er hinum
lokuð bók.“ Og hann gefur eftirfarandi yfirlit yfir ]>að,
hverju spíritistarnir liafi fengið áorkað.
„í fyrsta lagi: Vér höfum greitt úr leyndardómi dauðans..
Vér höfum sýnt það, að eterlíkaminn er til. Vér höfunr
sannað það, að með horium heldur áfram útlit vort, skapgerð-
vor, þekking vor — alt það, sem vér erum. Með honum leggj-
um vér óbreyttir rit í nýja tilveru.
„í öðru lagi: Vér höfum sýnt, að þegar vér höfurn kom-
ist í samræmi við þessa nýju tilveru, þá er hún oss alveg
eðlileg; umliverfið á vel við oss, unaðsemdunum er svo hátt-
að, að vér getum notið þeirra, og skyldunum er svo farið, að-
einstaklings-hæfileikar vorir fá notið sín að fullu.
„I þriðja lagi: Vér höfum sýnt, að þessi eterlieimur er
ekki svo aðgreindur frá vorum lieimi, að heimsóknir úr öðr-
um heimi í annan séu ókleifar. Vér getum farið þangað yfir
um í svefni, eða sambandsástandi, þegar eterlíkamar vorir
hafa losnað við jarðneska líkamann. Pramliðnir menn geta
komið til vor, þegar þeim gefst kostur á að ummynda eter-
líkama sína, breyta þeim í smágert efni.
„1 f jórða lagi: Vér höfunx komist að því með vissu, að
það svið, sem vér komumst á í liinum heiminxun, er eftir því
hærra eða lægra, ánægjulegra eða gleðisnauðara, semi vér höf-
um þroskað meir hér vort andlega eðli — það er að segja,.
sanna ljúfmensku og óeigingirni. Vér höfum líka komist að
raun um það, að bnstaðir vorir á þessum sviðum eru ekki
ákveðnir fyrir fult og fast, heldur að vér færumst ávalt upp
4 við, eítir því sem vér verðum samboðnari andlegri tilveru,
og að endalaus framför er framundan oss, sem alt af stefnir
frá hinu efmiskenda lífi til meira og meira andlegs lífs.“
Sir Arthur heldur því jafnfraint fram í þessu sambandi,
að svo dásamlegir sem hinir sálrænu hæfileikar eru, sem
spíritistiska lireyfingin hefir leitt í ljós, þá séu þeir í raun-