Morgunn - 01.06.1927, Side 18
12
MORGUNN
er sá — svo að eg sleppi nú líkama og efni — að við lifum
í kærleika, sem er guð, og þið lifiö of oft í þeirri eymd, sem
er eðlileg, óhjákvæmileg afleiðing af fjarvist guðs, sem er
kærleikur.“
Og á einni af síðustu blaðsíðunum í bók hennar standa
um þetta efni meðal annars þessar línur:
.,Þú þekkir ekki, og eg get ekki heldur nokkuru sinni
látið svo, sem eg ætli að fara að slcýra fyrir þér afburða-dá-
semdir, dýrð og óendanleik þeirrar meðvitundar okkar, að viö
höfum gert okkur grein fyrir kærleik guðs, sem viö lifum, hrær-
umst og erum í. Eg vildi óska, að eg gæti látið þig fiima til
þessa betur. Eg vildi óska, að cg gæti skýrt það betur. En
eg get ekki sagt meira en þetta, að það er stórkostlegra,
miklu stórkostlegra en eg reyndi að gera grein fyrir í fyrstu
bréfum mínum.“ Hún útlistar þetta af hinni yndislegustu
mælsku. En þetta nægir til þess að þið sjáið, í hverja átt
reynsla framliðinna manna fer í þessu efni, hvað það er, sem
verið er að halda að mönnunum og styðja með sönnunum.
Og mér finst þetta œtti að nægja til þess að vekja á sér at-
hygli kirkjunnar. Eg verð að segja það um sjálfan mig, að
þessi reynsla vakti mjög sterka athygli hjá mér, þegar eg fór
að kynnast frásögnunum um hana.
Eg gat þess í upphafi þessa máls, að eg væri ekki með
öllu samþykkur hugsanaferli mannanna, sem presturinn sagði
mér frá. Eg liefi fylstu samúð með þrá þeirra eftir að fræð-
ast um annan heim. Eg geri ráð fyrir, að þekking á honum
fari vaxandi, eft-ir því sem rannsóknirnar eflast. Og sú krafa
er sjálfsögð af liálfu alþýðumanna, að þeim sé gerður kostur
á að verða aðnjótandi þeirrar þekkingar. En eg er ósamþykk-
ur þeim mönnum, sem gera sér í lmgarlund, að við getum
farið að slá slöku við sannanirnar.
Við skulum mi athuga orlitla stund, hverjar hugmyndir
menn gera sér um það, hvernig skeyti komi til vor íyrir að-
stoð miðla. Eg er ekkert að fullyrða um það, hvort þær