Morgunn - 01.06.1927, Síða 20
14
M O R G U N N
jörðunni. Viö þetta bætist það, að framliðnu mennirnir virð-
ast oft, iíldeg’a æfinlega, komast í eitthvert óvenjulegt ástand,
þegar þeir koma í samband, og eltki njóta sín þá eins og
þeir gera endranær.
Enn er þess að geta, að reynsla framliðinna manna af
öðrum heimi er að sjálfsögðu mjög misjöfn, og þar af leið-
andi er það ekki nema eðlilegt, að vér megum búast við
furðulegum staðhæfingum, mjög mismiunandi, og að örðugt
sé að átta sig á þeim. Við þetta alt bætist svo það, að reynsla
margra framliðinna manna er mjög stutt og ófullkomin, eins
og bent er á greinilega í síðasta hefti Morguns í kaflanum
úr bókinni eftir enska prestinn G. Vale Owen.
Ofan á alt þetta ba;tist, að oft getur það verið vafa-
mál, hvort framliðnir menn eru nokkuð riðnir við það, sem
telur sig vera skeyti frá þeini — hvort það er lengra að
komið en i'ir huga miðilsins, þó að miðillinn geti verið ein-
læglega sannfærður um, að frá sér sé það ekki.
Hver skynsamur maður, sem athugar ]>að, sem eg hefi
nú tekið fram, hlýtur að geta gert sér það ijóst, að það sé
töluverðum vandkvæðumi bundið að fá áreiðanlega vitneskju
frá öðrum heimi. Menn gera auðvitað misjafnlega mikið úr
þeim vandkvæðum, þó að þeir séu málinu vel kunnugir.
Ef til vill er eg í hópi þeirra manna, sem láta sér vaxa vand-
kvæðin í augum um skör fram. Eg sé það, til dæmis að
taka, að Sir Arthur Conan. Doyle er öruggari en eg í því að
taka vitneskjuna gilda. Ef til vill er ]>að fyrir meiri þekk-
ingu hans á málinu. Hann hefir, að mér skilst, lagt óvenju-
lega mikla stund á það að bera skeytin saman úr öllum
álfum heims, þau, er svo er ástatt, um, að miðlarnir geta ekki
liafa orðið fyrir neinum áhrifum liver frá öðrum. Og lionum
þykir það dásamlegt, live samræmið sé mikið.
En hvernig sem menn annars líta á málið, finst mér,
að um tíma, sem ekki verður séð út yfir, hljótum vér að
þurfa á sönnunum að halda. Þær eru eina tryggingin fyrir
]>ví, að eklci sé verið að vefa utan um okkur einhvern heila-
spuna. Það er fyrir þá sök, að vitneskjunni um annan lieim