Morgunn - 01.06.1927, Side 22
16
MORGUNN
Þegar ný vit neskja kemur um annan heim og trúarliug-
mvndir vorar taka gagngerðum breytingum, þá er það nokk-
urn veginn óhjákvæmilegt, að þetta liafi áhrif á hugmyndir
vorar um skyldurnar og um það yfirleitt, hvernig vér eigum
.að haga lífi voru. Tvent kemur þar, aö mér virðist, sérstak-
lega til greina. Til hvers er ætlast af oss hér í lífi, til þess
að vér getum sem fyrst komist í samræmi við þann heim, sem
þar bíður vor, og orðið þar starfliæfir samverkamenn þess
óendanlega vitsmunaafls, sem drotnar í tilverunni? Og meti
hverjum hætti er helzt von um það, að mennirnir geti fært
sér bezt í nyt hér í heimi þá óhemjulegu möguleika, sem
vafalaust era fólgnir í sambandinu við annan heim ?
Það er nú eitthvað annað, en að eg hugsi mér að svara
þessum spurningum fullnægjandi á þeim mánútum, sem eg
á eftir. Bg mundi ekki hugsa mér það, þó að eg mætti verja
til þess öllum þeim tíma, sem eg á eftir hér á jörðunni, livort
:sem bann verður nú langur eða skammur. Bg lield ekki að
neinn maður sé fær um það enn — og að miinsta kosti er eg
það ekki. En það er óhjákvæmilegt, aö hugsandi menn reyni
að gera sér einhverja grein fyrir þessu, þó ati lnin verði að
.isjálfsögðu ófullkomin í fyrstu. Og auðvitað eru menn alt af
að víkja aö þessu frá ýmsum liliðum, talta fram hin og öun-
ur atriði, sem þeir telja mikilvæg í þessu sambandi.
I kaflanum, sem eg las ykkur, bendir Conan Doyle á
„sanna ijúfmensku og óeigingirni." Auðvitað getur það ekki
á tveim tungum leikið, að þessi hliðin á andlegu iífi voru
skiftir afar-miklu máli.
Mér dettur í hug að benda ykkur á annað atriSi, sem
Prederic Myers minnist á í einni af sínum ágætu ritgjörðum,
þar sem hann er einmitt að tala um þetta sama, sem eg er
aS tala um nú: áhrifin af árangri sálarrannsóknanna á hug-
myndirnar um rétta hegðun. Þar kemst liann meðai annars
svo að orði:
„Bitt atriði er ljóst — og það er tími til kominn að
leggja alvarlega áherzlu á það atriði. Yér verðum hiklaust að
halda því fram, að oss er það nanðsynlegt sálniijálparskil-