Morgunn - 01.06.1927, Qupperneq 34
28
M 0 R G U N N
hafði verið um það, aS frúin gerSi vart við sig á ívmdinum.
Fyrir því hélt hún, að eitthvert slys hefði komið fyrir liana,
og þess vegna virtist frú Vlasek hún verða hrædd.
Frú Reddy sagði á fundinum. „Frú Vlasek er hér. Bg
sé hana. Iíún er gráldædd. Iíaldið þiS, aS það geti verið,
að hún hafi lent í járnbrautarslysi?“
Frú Webb skýrði þá málið fyrir frú Reddy. Hún sagði
henni, að hiin liefði sjálf séð frú Vlasek á fundinum, en liún
gengi að því vísu, að eldvert hefði orðið að henni, af því
að lnxn hefði lofað að koma á fundinn þetta kvöld og reyna að
tala gegnum lúðurinn.
Eftir ofurlitla stund lieyrðu fundarmenn rödd í lúðrin-
um segja: ,,Eg er frú Vlasek! Eg er í Arizona! Ó, þaö er
lieitt! VeriS trúföst! Eg verð eklti lengi burtu.“ Þá söng frú
Vlasek eitt vers af sálminum ,,Be Happy“ og sagði: ,,Eg
verð að fara.“ En á'ður en hún fór, snart lnin fundarmenn.
Frú Webb tók líka eftir því (með skygnigáfu sinni), að frú
Vlasek talaði í víðari endann á lúðrinum, í stað þess sem
ávalt endranær hefir veriö talað í mjórri endann.
Þegar frú AVebb baföi lokið frásögn sinni, skýrði lir.
Allyn frá því, að það hefði boriö við á líkamningafundinum,
sem nú skal greina:
Þegar frú Vlasek kom út úr byrginu, var liún mjög
veruleg og mjög greinileg. Ilún kom út eins og aðrir andar.
Alt, sem hún gerði, var eðlilegt. Fáein augnablik liðu, áður
en hún gat talaS, Þá sagði hún: „Eg get ekki talað skýrt.
Takið eftir live framorðið er. Mér þykir mjög vænt um að
vera hér. Eg verS að fara. Verið þið sæl.“ Söngvarnir voru
þeir sömu, sem hún liafði skýrt frá.
Framburðir annara, sem voru á þessum fundi, var á
þessa leiS : Frú Leslie staðfesti framburð Allyns. Frú Lippen-
cott „sá hana mjög skýrt. Ilún var í allivítum búningi.“
Hún tók eftir hárinu á henni. og að það var ekki hulið
livítri slæöu, eins og á mörguin öðrum líkamningum, heldur
greitt eins og hún var vön að greiöa það. Frú Rosebrook