Morgunn - 01.06.1927, Page 36
30
M O R G U N N
eru alveg eins andar hér í liinu jarðneska lífi eins og
þeir verða síðar, og aS þegar þeir njóta sín sem andar, þá
eru þeir færir um að gera þaS, sem aðrir andar gera. Nú
er vonandi, að aðrir, sem eru gasddir þeim mætti að fara úr
líkama sínum, geri frekari tilraunir í því skyni að sýna
mönnum sannindi hinnar spíritistisku lífsskoðunar.“
YiS þetta langar mig til þess að tengja lítilli bendingu
frá sjálfum mjer.
Mér finst frásögnin óvenjulega merkileg. Engin sér-
stök ástæða virðist til þess aö véfengja hana. Allir, sem vitni
liaía borið í málinu, eru nefndir með nöfnum og heiinili
þeirra tilgreind, og auðvitað er sannanlegt um skeytið, sem
sent var austur til Toledo. I:>aS virðist afar-ólíklegt, a<S alt
þetta fólk hafi tekið sig saman um að bera ljúgvitni me&
þessum hætti. Og ekki er heldur neitt ótrúlegt við söguna.
Það er vitanlega engin nýjung, heldur sannreynd, sem
athuguð hefir verið um marga áratugi, stundum með mestu
vísiudalegri nákvæmni, að raddir heyrast og líkamningar
gerast hjá sumum miðlum, Það virðist ekki lieldur geta
verið neitt vafamál í augum lileypidómalausra manna, að
þessi fyrirbrigði stafi frá öðrum heimi. Að minsta kosti get-
um vér fullyrt, að engar aðrar skýringar á þeim geta full-
nægt neinum skynsömum manni. Það er ekki svar, sem nein-
um iiugsandi manni getur nægt, að undirvitundin framkalli
raddir í loftinu, sem öllum eru heyranlegar, né að hún búi
til bráðabirgða-líkami, sjáanlega og þreifanlega.
Ekki er það heldur nein nýjung, að jarðneskir menn
geri vart við sig á tilraunafundum, þegar líkamir þeirra eru
í fjarlægð. Prófessor Har. Níelsson hefir, í bók sinni „Kirkj-
an og ódauðleikasannanirnar“, gert vandlega grein fyrir ein-
um slíkum atburöi, sem gerðist hér í Reykjavík, og þetta
hefir oft komið fyrir hér og þar í heiminum.
Ilitt er nýjung, aö nokkur jarðneskur maður hafi kom-
ist svona bak við tjöldin hjá hinum ósýnilegu tilraunamönn-
um, getað með fullri meðvitund athugað, hvað gerist og
hvernig það gerist, og getað munað alt á eftir. Gætu slíkar