Morgunn - 01.06.1927, Síða 37
M 0 R G U N N
31
tilraunir eflst, þá lykist upp leitS til þess að fá margfalt meirí
skilning á fyrirbrigSunum en þann, er vér höfum enn fengið.
Enginn getur gizkað á, hve miklar afleiðingar kynnu aS
verða af þeirri breytingu. En bersýnilegt virðist það, að
þá yrði oss auðveldara að leggja til góö skilyrði fyrir álirif
frá öðrum heimi inn í þennan lieim. Vér færum þá að vita
miklu meira um það en áður, liver skilyrðin eru. Og eins.
má við hinu búast, að þegar menn fara að skilja, hvernig-
fyrirbrigðin gerast í raun og veru, þá reki að því, að öll
mótspyrna gegn þeim verði úr sögunni. Því að vafalaust
stafar mótspyrnan frá vísindamönnunum að mjög miklu leytí
af því, að fyrirbrigðin eru þeim óskiljanleg, eru eins og"
nokkurs konar staðreyndamolar, sem þeir hafa ekki geð til
að liirða, af ]»ví að þeir geta ekki felt þá inn í þekkingar-
kerfi sitt.
Það var þetta, sem enski vitringurinn Prederic Mvers.
og félagar hans sáu, líklegast fyrstir manna. Þeir tóku liug-
rænu fyrirbrigðin og reyndu að gera úr þeim vísindagrein.
En þeir gengu fram hjá líkamlegu (eða fýsisku) fyrirbrigð-
unum. Aftur á móti liafa frönsku vísindamennirnir tekið þau
að sér, einltum Richet og Geley, og svo Sohrenk-Notzing f
Þýzkalandi. Óneitanlega hefir þessum mönnum og ýmsum
öðrum, sem hafa hafið líka leit, orðið mikið ágengt. En ekkí
get eg hugsað mér neina leið jafn-greiðfæra til árangurs-
eins og þessa, ef hún gæti orðið fjölfarin.
Iíér á landi eru ekki allfáir menn, sem telja sig geta.
farið sálföruin, og vafalaust gera það líka. Það gæti orðið-
mikill gróði fyrir þekking vora, ef þeir vildu gera alvarlegar
tilraunir til þess að þroska þennan merkilega hæfileika. Os»
hrettir svo við að hirða ekkert um, rœkta ekkert, vorar sálrrenu
gáfur. Sú vanhirða stendur sálarrannsóknunum hér á landii
mest fyrir þrifum.
E. II. K