Morgunn - 01.06.1927, Side 45
MORGUNN
39
<enn er í móðurlífi kynslóðanna. Hann er ofurmenniS, sem
mannkynið ætlar sér, í liuldum djúpum sálar sinnar, aö
fæða. Iíann er eins og geisli dagsins, sem ekki er enn til,
morgundagsins. Hann er bjarminn utan úr þeim lieimkynn-
um eilífSarinnar, sem enn eru ókönnuð. FjárhiriSarnir sáu
hann nýfætt, byrjandi mannslíf, en þeir sáu ekki, að Maður-
inn var að fæðast; maðurinn, sem kunni svo skil góös og ills,
•að honum gat ekki skjátlast. Kristur er opinberun og forboði
þcss manns.
Bitt langar mig til að minnast enn á, sem fjárhirðarnir
'komu að sjá og sáu, en sáu þó ekki. Þeim liafði verið boöað:
„YSur er frelsari fæddur.“ Þeir fóru að sjá frelsara, en
hvað sáu þeir ? Iíafi þeir veitt boðskapnum atliygli og trúað
iiomim, þá liafa þeir tali‘5 Messías Gyðingaþjóöarinnar vera
að fæSast. En iiversu óendanlega hafa þeir þá farið vili-
ir vegar! Messías, líonungurinn, sem átti a'S frelsa þá und-
an yfirráðum Rómverja, og leggja heiminn undir yfirráð
Hyðinga. Ef luegt er að tala nokkurstaöar um fyrirlitningu
í liuga Krists, þá var það fyrir þeim mönnum og ]>ví hug-
•arfari, sem reyndi að upphefja sjálft sig og lielga sig meö
stærilæti af hinum æðstu sætum. Bngum manni gat komið
til hugar, að frelsari mannanna yrði svo alger mótsetning
þess, er búist var við. Og þess var ekki að vænta, að nokkur
gæti áttað sig á því. Það þurfti Krist sjálfan til þess að
kenna okkur, aö enginn getur verið annars frelsari á annan
hátt en þann, að hjálpa honum til þess að frelsa sig sjálfur.
<3uð almáttugui- getur ekki frelsað mennina, ef þeir vilja
þaö ekki sjálfir. Að frelsa manninn er ekkert annaö en að
lcoma honum til að hætta að vilja rangt. Og í því efni
hefir Jesús reynst takmarkalaust afl. Eg segi takmarka-
laust, vegna þess, að enginn hefir enn fundið takmörk þess
valds, sein liann hefir yfir liugum mannanna. Lönd og ríki
Tirynja í rústir, heimspekiskerfi verða að dufti, kirkjuflokkar
leysast upp, ný menning skapast, en altaf stendur þetta
nafn greypt í meðvitundina, sem það fullkomna, óflekkaða,
<3ýrlega, eftirsóknarverða. Það iiefir reynst rétt, sem einn