Morgunn - 01.06.1927, Qupperneq 48
42
MORGUNN
tíma til að draga eins skýra mynd og þeim er unt. En lær-
dómsríkast er þó að draga upp myndina, sem enginn sá, og
ekki kom upp í hjarta nokkurs þess, er þar var staddur,
livernig orði'ö varð liold og bjó með oss — sjálf hin insta
hvöt lífsins birtist í þessu barni; hvernig maðurinn varð
Maður — alt það geislaði í gegnum þessa persónu, sem ára-
þúsundir mannkynsæfinnar eru að leita að, og hafa enn ekki
fundið; hvernig frelsari fæddist, sá sem ávalt verður meiri
og meiri frelsari, eftir því, sem mennirnir læra meira og
dýpka að viti; hvernig krossinn steig upp Ibak við vögguna,
til þess að minna oss á, að allur sigur er ljettvægur, sem ekki
kostar eittlivað. Sjáum vér eitthvað af þessu svo glögt, að
markið taki ekki af sálunni, þá eigum vér gleðileg jól.
Hý persónuleg reynsla
á miðilsfunðum hjá ÍTlargery.
Eftir Qr. R. 1. TiIIyarö.
Eftirfarandi erindi er l>ýtt úr tímariti Ameríska Sálarrannsóltna-
félagrsins (decemberheftinu 1926). Höfundur þess er talinn meöal
fremstu líffrætSinga veraldarinnar. Iíann er doktor í náttúruvísindum
og félagi í konunglega vísindafélaginu brezka (F. R. S.). Hann er
sem stendur búsettur I Nýja-Sjúlandi, en var á ferð um Bandarlkin
og England síðastliðið ár, í vísindalegrum erindum fyrir stjórn lands
síns. Notaði hann þú tækifærið til að kynna sér miðilsfyrirbrigðin
hjá hinni nafnkunnu læknisfrú í Boston, sem oftast er nefnd dulnefn-
inu Margrery og: lesendur „Morguns" kannast við frá g:rein um hana
í riti þessu árið 1925 (VI., 1. bls. 81—11)). Þegar sú grein var rituð,
varð eigi annað dæmt af skrifum þeirra prófessors Mc Dougalls og
mr. E. Dingwalls en að þeir væru algerlega sannfærðir um fyrirbrigð-
in hjá frúnni og mr. Dingwall sérstaklega teldi hana mjög merkilegan
miðil. En síðar fóru þeir aftur að verða tortrygnari — er frá leið
tilraununum —; mr. Dingwall talaði gætilegar, er heim til Englands
kom, og prófessor Mc Dougall kom fram með þá uppástungu, hvort