Morgunn - 01.06.1927, Síða 81
MORGUNN
75
nm slóSum slcamt frá Smáeyjum. HafíSi formaöur kastað
línu ])ar og lá í skjóli þarna fyrir vestan Heimaey. Stóð svo
á, að Lyra var væntanleg með mótor, sem átti að fara í
Minervu. Ætlaði Einar lieitinn aö sælcja liann og mun þess
vegna meðfram hafa farið á sjóinn. Þegar um morguninn
þennan dag gerði versta veður og liarönaði það mjög fljótt
og var um liádegi komið hér eittlivert mesta austanveður, er
menn muna. Engir aðrir voru á sjó. Það sagði Guðlaugur
mér, að þegar liann snemma um morguninn heyrði, að Minerva
var á sjó, liafi fallið eins og slcýla frá augum sér, og liann nú
af ýmsum einkennum séð, að báturinn, sem liann dreymdi,
var Minerva. Einnig sagði hann mér nafn á seinni bátnum.
En at' skiljanlegum ástæðiun greini eg það ekld hér.
Kr. Linnet.
Qfurlítil uiöbót.
Morgni liefir borist frá áreiðanlegri heimild frásögn um
enn einn einkennilegan atburð, sem gcrðist daginn áður en
Minerva fórst. Þá mætti Jóni Sveimsson, faðir Einars slcip-
stjóra, þessum syni sínum á götii í Vestmannaeyjum. Einar,
sem var með öðrum manni, iieilsaði föður sínum, en faðir
hans þekti hann ekki, þó að hann liti á hann og atliugaði
hann. Svo sem þrem mínútum eftir að þeir skildu, áttaði hann
sig á því, að þetta hefði veriö sonur lians.