Morgunn - 01.06.1927, Qupperneq 82
76
MORGUNN
Stúlkurnar á Stóra Hofi.
Frá frú Ragnliildi Jónsdóttur á Stóra Ilofi á Rangárvöll-
um hefir Morgunn fengið frásagnir um stúlkur, sem hjá
henni liafa verið. Þó að sumar sögurnar Jiafi ekki beint sann-
anagildi, þá lýsa þær allar merkilegum eiginleikum, sem mikiö
mun vera til af hér á landi — töluvert meira en menn liafa
alment gert sér grein fyrir.
Fyrst segir frúin frá stúlku, sem dvaldist á Hofi 6 ár.
Hún á nú heima í Reykjavík. Meöal annars, sem var einkenni-
legt við liana, fann hún lykt, áður en gestir komu.
Til dæmis má nefna það, aö einn morgun segir hún r
„Osköp er mikil austanlykt í ganginum“. Hún tók það fram,
að ef von vœri á manni, sem hún nefndi og átti heima austur
á Síðu, þá segði hún, að liann kæmi nú. ,,Eg finn alt af svona
lykt, þegar hann kemur, bæði af sokkunum hans, þegar eg
þurka þá, og líka úr fötum hans og þessara SíBumanna, þeg-
ar þeir eru á ferð. Tveim dögum síðar kom maKurinn, sem
liún lniföi nefnt, og hafði lagt af stað að heiman þann morg-
un, sem stúlkan talaði um þessa lykt. Hún nefndi hana jarð-
ar- eða grasalykt. Þegar hún talaði um, að nú vhtí brenni-
vínslykt, þá komu gestir, sem þótti gott áfengi. Einnig talaði
hún um ávaxta- og kramvörulykt, áður en kaupstaðarfólk
kom. Áður en læknir kom Iiér eða jafnvel fór hér um, talaði
hún um karbólsýrulykt eða spítalalykt.
Einu sinni var stúlkan á ferð upp Rangárvelli til Næfur-
holts. Þegar hún er komin langt á leið, segir hún við sam-
ferðamanninn: „Það kemur hér svo mikil læknislykt." Þegar
]ian eru rétt komin Iieim að Næfurholti, kemur maður þaðan,
sem er á leiö til aö vitja læknis. líarn hafði brenl sig,
Fyrir korn það, að enginn kom, ])ó að hún talaði um lykt,
er hún fyndi. En örsjaldan var þaö. Þær voru af mörgu tæi
þessar lyktarskynjanir hennar. Stundum var þaö „hrælykt“,
stundum „ýldulykt“, „mýrarlykt' ‘ eða ]>á einhvern veginn
öðruvísi.