Morgunn - 01.06.1927, Síða 88
82
MORGUNN
konu, sem eg hafði séö. Hún segist kannast mjög vel vi<5 lýs-
inguna; þetta sé góð lýsing af fyrri konu bróður síns. Ilún
liafði dáið eftir stutta sambúð við hann, og liann hafði
harmaö hana mjög mikið.
Þá fanst mér eg skilja þetta, sem gerst hafði á hafnar-
bakkanum. Mér datt í hug, aö það mundi hafa verið hún,
sem var að nauða á mér um að athuga vel, hvort maðurinn
væri ekki með skipinu. Eg tel þa:5 vist, að hafi maöurinn
nolckuð a5 þakka fyrir það, a.5 liann komst í sjúkrahús, og
hafi honum batnað þar fyr og betur, en ef hann hefði verið
annarstaðar, þá hafi það fyrst og fremst verið að þakka
fyrri konunni hans.
V o 11 o r ð.
Samkvæmt tilmælum hr. Isleifs Jónssonar kennara er
mér ljúft að votta, aö lýsing sú, er getur um í framanrituðu,
var mjög nákvæm lýsing á fyrri konu bróður míns. ITún er
dáin fyrir nál. 25 árum. Þau áttu heima í Skagafirði, og er
að minni hyggju útilokaö, að Isleifur Jónsson liafi nokkurn
tíma séö hana í lifanda lífi. Eg er líka viss um, að eg hafði
aldrei minst á það, að þessi bróðir minn hefði verið kvæntur
áður, og mun það ]>ví vera rétt, að hann hafi ekkert um ]>að
vitað. Eg þykist því fullvís þess, að það hafi verið svipur eða
vera hennar, er hann sá nóttina 9.—10. febr. síðastl. Þess skal
getið, að eg hafði alls ekki minst á konm bróöur míns, og
ekki beðið ísleif að sjá neitt um hann eða útvega honum
verustað.
Reykjavík, 20. júní 1925.
Ingibjörg Jónsdói tir.
Konan, sem vildi láta syngja.
Vinkona okkar, sem lengi hafði legið rúmföst og barisfc
við dauðann, var nýlega dáin.
Maður hennar liafði óskað eftir ])ví, að konan mín yrði
viðstödd, er lík hinnar látnu yrði kistulagt. Dag nokkurn fær
hún svo hoð um, að kistuleggja eigi ]>á um daginn kl. 4.
Konan mín fór nokkuru fyrir 4. Kl. 4^2 verður mér gengið