Morgunn - 01.06.1927, Page 89
M O R G U N N
83
inn í svefnhertoergi okkar hjóna; finst mér þá sem eg mæti
hinni látnu, og er lu'rn dálítið angurvær. Hún gengur að mér
og segir: „Æ, góSi, komdu og syngdu.“ Síðan hvarf liún, en
eg stóð sem steini lostinn eftir.
Klukkan á sjötta tímanum kemur konan mín aftur. Eg
segi þá við hana: „Hvað var sungið um leið og kistulagt
var ?“ Hún segir þá: „0, eg kunni nú hálfilla við, að ekkert
var sungið, þó að þarna væru konur, sem gátu sungið.“ —
„Var ekki kistulagt kl. 4, eins og til stóð?“ — „Nei, eg held
að kl. hafi verið að verða liálf fimm, þegar við lögðum líkið
í kistuna.“ — Það stóð þá heima, að á sama tíma og verið
er að kistuleggja, ])á kemur látna konan til mín og biður
mig að koma og syngja.
Mér finst |)etta ofboð eðlilegt, því að eins og sjálfsagt
margir vita, þá var sá siður, að minsta kosti til sveita, að
syngja sálm og lesa bæn um leið og kistulagt var lík. Eg var
líka þegar svo viss um, að þetta væri af þörf, að hún kom
til mín að biðja mig um þetta, og mig sárlangaði til að fara,
en það er ekki alt af hægt að gera alt, sem inann langar til,
og ekki sízt er svona stendur á, jafnvel þó að vitanlegt sé,
að það sé laukrétt og gott, sem veriö er að gera.
Eftir nokkura daga var svo lík þessarar konu til grafar
borið. Veöur var slæmt, kalsi og útsynnings-éljagangur. Eg
var auövitað við jarðarförina. Þegar komið er upp í kirkju-
garð, finst mér liin látna koma til mín og segja: „Eg er svo
hrædd um, að manninum mínum og telpunuiíl verðí kalt;
þau eru elcki nógu vel búin.“ Ekki gat eg bætt úr því. Ekld
gat eg farið úr fötum og iánaö þeim. Eftir örstutta stuud
kemur hún aftur og ítrekar þetta og með meiri ákafa en áð-
ur. og þá bætir hún við í bænarrómi: „Góði, náðu í bíl og
komdu þeim sem fyrst heim.“ • Eg vildi nú ógjarnan neita
henni í annað sinn, enda stóð eg betur að A'ígi en í fyrra
skiftiö. Eg fór og náði í bíl og fór með þau lieim, svo fljótt
sem eg gat, og fanst mér eg verða var við hana á heini-
ieiöinni, og var liún þá nijög ánægð við mig og þakldát,
6*