Morgunn - 01.06.1927, Page 92
'86
MOEGUNN
faöir. Taliö féll svo niður. Við göngum síðan upp Banka-
stræti, og svo niöur eftir aftur; en þegar viö fórum yfir Lækj-
argötuna, sé eg sama manninn koma noröan Lækjartorgið, og
teymir hann þá brúnslcjóttan liest.
„Þarna kemur sami maðurinn og teymir skjóttan hest“,
segi eg við Blöndal. Lýsi eg svo hestinum nánar og kannast
hann þá mjög vel við litinn og segir að þetta sé litarlýsing á
hesti, sem hefði veriö eftirlætis reiöhestur fööur lians.
Okkur kom saman um, aö gamli maðurinn heföi verið
með oklcur áður, og að hann heföi orðiö þess var, að eg
hefði ekki getað lýst honum svo, að Blöndal þekti; en þá var
sem hann heföi þurft að bregöa sér frá, til þess að ná í
Skjóna sinn, svo liægt væri að taka af allan vafa.
Ef til vill hefir Skjóni verið einhverstaðar á liaga og
gamli maðurinn þurft að sækja hann þangað!
Maðurinn, sem tók af sér skeg'gið.
Eitt kvöld kom einn skólabróðir minn aö lieimsækja mig.
Iiann var nýkvæntur og kona hans var meö lionum.
Þau sátu á legubekk, en eg sat á stól á móti þeim í skrif-
stofu minni.
Þegar við höföum rabbað nokkuð saman, sé eg mann
standa svo sem í legubekknum, við hlið konunnar. Það er
gamall maður, hár nokkuð og herðabreiður og með sítt al-
skegg. Eg lýsi honum svo sem eg get, en hvorugt hjónanna
kannast viö liann. Þá er sem hann liverfi augnablik, en er eg
sé hann aftur, er hann búinn að taka alt skegg af hökunni og
er nú aðeins með vangaskegg. Eg segi þeim frá þessu, að nú
sé hann kominn aftur, sé búinn að taka alt skegg af hökunni.
En þrátt fyrir þetta kannast þau ekki við hann. Þau fara svo,
án þess að hafa fcngið nókkra vissu um það, hver þessi mað-
ur væri.
'Nokkuð löngu seinna kemur sami skólabróðir minn.
Ilann segir mér þá, að konan sín, sem sé ættuð að vest-
an, liafi skrifað móður sinni lýsinguna á manninum, sem eg
hafði séö, og liún liafi þá kannast við aö þetta væri lýsing á
fööur sínum, og þá afa ungu konunnar.