Morgunn - 01.06.1927, Síða 95
MOBGUNN
89
Bæði þessi atvik liaía haft ákaflega mikil áhrif á mig. Eg
veit, að þau mást aldrei úr lniga mínum. Er til nokkuð yndi.s-
legra, en að hafa hugmynd um, að svona sé vakað yfir þeim,
sem yfir um eru fluttir, að þess sé gætt af alhug, a'ð ekliert
fari fram hjá þeim, sem geti orðið þeim til góðs? Mundi ekki
verða numinn burtu sárasti broddur dauðans, og mundi elcki
kvíðinn verða minni hjá mörgum, ef við gætum alment trúað-
þessu og treyst?
Steindór litli.
I fyrra skiftið, er eg sagði frá ýmsu, sem fyrir mig hafði
borið, gat eg um veru, sem kallaði sig Svendsen, og eg taldi
þá og tel enn vera stjórnanda við þær tilraunir, sem gerðar
hafa verið með mig sem miðil.
Hann liefir ætíð reynst mér sami vinurinn, ætíð um-
hyggjusamur og ekkert nema ástúðin. Ýmsir fleiri hafa kom-
ið fram við þessar tilraunir, t. d. Indriði Indriðason, sem
þiö öll kannist við, en það er sérstaklega einn, sem mig
langar til að segja ofurlítið af. Eg tek það fram, að alt, sem
eg segi frá þessari veru, liefir mér verið sagt, því að þaö
hefir alt komið á fundum, þegar eg liefi verið í sambands-
ástandi. Yera þessi gerði fljótt vart við sig eftir að tilraunir
byrjuöu, og kallaði sig Steindór. Virtist v, mjög óþroskað
barn. Var málfærið slæmt og allar lýsingar og frásagnir mjög
ófullkomnar, hafði t. d. mjög litla iiugmynd um iiti, nefndi
oftast að eins svart og hvítt. En flj !t fór að bera á því, aS
öllum, sem lie.vrðu til Steindórs litla, þótti vænt um hann.
Ilann kom alt af með líf og fjör, var smáskrítinn og barna-
legur, en kom þó oft með lýsingar og skilaboð, sem urðu að
sönnunum, eftir að hann haföi evtt í það mörgum orðum
að lýsa t. d., hvernig hár væri litt eð: eittii . ,ð þess háttar.
Varð lionum þá oftast fyrir að líkja því við liárið á einhverj-
um fundarmanni. Smátt og smátt var eins og hann þroskað-
ist, og um leið varð honum léttara um að skila og koma meö
lýsingar.
Ilenum þótti mjög vænt um Gunnar Kvaran, og sagðl
hann honum, að hann ætlaði að vera með hnnuin í Skotlandi.