Morgunn - 01.06.1927, Page 96
.90
M O R G U N N
meðan liann væri þar. Eitt sinn, meðan GTunnar var í Skot-
landi, lcemur Steindór í sambandið og segir: „Eg var að
koma frá Gunnari; liann var að koma út úr liúsi, stóru
húsi. Þaft voru gyltir stafir yfir dyrunum. Hann var með
stúlku með sér. Iiann geldí dálítinn spotta og fór svo inn í
annað hús til að drekka súkkulaði.“ Þetta reyndist rétt, aö
því levdi, að þetta kvöld hafði Gunnar v'erið í leildiúsi, og
gyltir stafir yfir dyrunum, nafn leikhússins. En hann var
með tveiin stúlkum, og liann fór inn í veitingahús og drakk
þar te. Seinna var Steindór spurður að, hvernig hefði staðið
á þessum mistökum lijá honum. Ilann svaraði: „Eg veit eldvi,
hvernig liefir staðið á því, að eg sá eklri nema aðra stúlk-
una; kannske Gunnar hafi hugsað meira um aðra, og eg svo
að eins séð liana.“ ,,En ]>ví sagðirðu, að hann ’hefði veriö að
drekka súkkulaði, þegar liann var að dreldca te?“ Þá varð
hann alveg liissa og sagði: „Mér gat ekki dottið í hug, að
nokkur maður drykki annað að gamni sínu en súkkulaði.“
„Af hverju hélztu það?“ var spurt. „Af því að mér þótti það
svo fjarska gott.“
Á öðrum fundi segir hann, að nú hafi liann séð Gunn-
ar, og að liann sé í öðruin fötum en liann hafi verið í að
undanförnu. Pötin séu grá. Frú Kvaran skrifaði fyrirspurn
um þetta. Bréf Gunnars, þar sem liann svarar fyrirspurninni,
er enn til. I því stendur þetta:
„Ekki veit eg, livers vegna þú spyr, hvort eg hafi verið
í öðrum fötum en þeim, sem eg er venjulega í, um helgina eða
viltuna áður en bréf þitt er skrifað, en eftir því sem eg lcemst
næst, er ]>að alveg rétt. Var vikutíma í fötum, sem eg var
búinn að leggja niður og hafði ekki farið í svo mánuðum
skifti, gráu fötunum, sem eg fékk mér rétt áður en eg fór
að heiman. Eg veit ekki, hvort þú manst eftir þeim.“
Á enn einum fundi kemur Steindór og segir: ,,Eg kem
frá Gunnari; en eg ætlaði aldrei að geta fundið hann. Iíann
var farinn þaoan, sem hann hafði verið áður. Eftir milcla
leit fann eg hann í húsi, sem garður var við. Það voru
mörg tré í garðinum.“ Hann lýsti húsinu nokkuð nákvæmara.
Þetta reyndist alveg rétt. Gunnar hafði flutt sig úr húsinu,