Morgunn - 01.06.1927, Síða 99
MORGUNN
93
um og lagt sig upp í rúm og sofnað. Hún sagðist liafa að
öðru leyti verið í öllum fötunum.
Þaö er ekki eingöngu þetta, aö Steindór litli liefir oft
komið með svona sannanir, sem hefir gert það að verkum,
að öllum, sem hevra til lians, þykir strax vænt um hann, held-
ur er það, eins og eg gat um áðan, hans afburöa kátína
og glaðlyndi. Hann lcemur ætíð glaöur og liress, barnalega
fjörugur og eins og hann væri síspriklandi. Þessa lýsingu
liefir einn af góðvinum hans gefið honum.
Þaö liefir ekki verið hægt aö komast fyrir, hvaöan liann
væri eða liverra manna. Hann heldur því fram, að liann sé
héöan úr Reykjavík, og eftir ])ví sem næst verður komist,
að hann liafi átt heima á Laugaveginum. En svo er ekki liægt
að fá meira.
Hann kallar frú Kvaran mömmu. Féklt leyfi liennar til
þess nokkuru eftir að liann fór að venja komur sínar liingað.
Iíann sagðist mega til með að eiga mömmu hér, sem hann
gæti talað við.
Börnin, sem fóru niður í myrkrið.
Eg ætla að enda á einni smásögu af sambandsfundi. Það
var kona ein hér í bænum, sem taldi sig ná sambandi við
framliðna dóttur sína. Eftir að þær liöfðu talast við um
einkamál sín, biður móðirin dótturina að segja sér eitthvað
af lífinu liinu megin.
Ilún segir svo frá: „Eg var með í ferðalagi nú fyrir
skömmu. Það var safnað saman fjölda af börnum, svo mikl-
um fjölda, að eg get ekki með neinu móti gert þér skiljan-
legt, live mörg þau voru. Með börnunum voru margir full-
orðnir. Á undan gengu margir menn í hvítum hjúpum; þeir
voru foringjar; svo voru fullorðnir menn, sem var raðað alt
í kringum barnaliópinn; það voru bæði karlar og konur.
Yið fónun langar leiðir og mér fanst alt af niöur á við.
Smátt og smátt fór aö dimnia, þar til við vorum komin inn
í algert myrkur. Þegar viö vorum komin þangað, sá eg, aö
allir höfðu eitthvað, sem þeir höfðu haldið á, og nú kveiktu
þeir á því. Þá sé eg, að fram undan okkur er fult af fólki.