Morgunn - 01.06.1927, Síða 100
94
MORGUNN
N
Flest alt var það dökt að yfirlitum og klæðnaöi; það ými.st
lá, sat eða stóð þaraa. Það lítur alt upp, þegar það sér birt-
una, og í sama augnabliki taka öll börnin til að syngja. Það
er sá yndislegasti söngur, er eg hefi heyrt. Margir af þeim,
sem fyrir voru, fóru að hlusta, nokkurir stóðu strax upp og
færðu sig nær hópnum; aðrir lágu kyrrir og virtust ekki
hafa hugmynd um, hvað fram fór. Nokkurir hristu höfuðin
og sögöu: „Þetta eru bara krakkar að gala,“ og sneru sér
svo undan.
Þeir, sem héldu áfrain að hlusta, færðu sig smátt og
smátt nær, og var þá sem þeim væri opnað hlið inn í hópinn.
Söngnum var svo haldið áfram, þar til er ekki voru fleiri,.
sem vildu lilusta á hann, og enginn var, sem vildi færa sig
nær hinum ljósumskrýdda, syngjandi barnalióp. En er svo
var komiö, var lagt af stað upp eftir aftur og þá voru ]ieir í
fylgd meö, sem höfðu viljaö hlusta á sönginn og nálgast ljósið.
Mér þótti þessi saga svo falleg að eg fékk leyfi til að
segja vkkur hana. Það hlýtur aö vera unun að fá svona sögur
frá ástvinum sínum, sem flutt hafa vistferlum yfir fyrir
tjaldið, sem skilur heimana, ef menn trúa þeim.