Morgunn - 01.06.1927, Blaðsíða 101
M O R G TT N N
95'
5ýnir og öraumar.
Eftir Hannes lónssan í Keflauík.
Ljósin.
Arið 1924, aöi'aranótt 7. i'ebr., vakti eg undirritaður yf-
ir nninni, er lá banaleguna, Magnúsi Gíslasyni að nafni. Lá
hann í kjallaraíbúð. Kvöldið eftir var eg á gangi og var kom-
inn nálœgt heimili veika mannsins, svo að eg sá húsi'S. Alt í
einu sé eg tvö ljós, er vorn kyr í loftinu fram undan dyrun-
um á íbúð Magnúsar sál.; ljós þessi voru einkennileg aö því
leyti, að enginn geisli eða bjarmi stafaði út frá þeim.
Er eg' hafði horft á ljósin um stund, sá eg, að út úr dyr-
unum á liúsi Magnúsar sál. kom dauft ljós; virtist már þá sem
einhver hreyfing vrði hjá ljósunum tveimur; en ]tó voru þau
sjálf kyr; var sem þessi hréyfing eða ljósbrigði snerust um
litla ljósið, þar til af því féll sem hýði eða skurn, er féll á
götuna og varð þar að engu. Staðnæmdist það ])á milli liinna
Ijósanna og skýrðist, þegar liýðið var dottið af því. Liðu ljósin
því næst hægt upp á við, og hurfu mér sjónum, þegar ]iau
voru lromin inóts við þakbrúnina á húsi Magnúsar sál. Eg
leit á Idukku um leiö og þetta gerðist og var hún þá nákvæm-
lega 11,40.
Eg fór þá heim að sofa, en morguninn eftir fór eg að
vita, livernig liði hjá Magnúsi. En liann var þá dáinn; liafSí
dáið kl. 11,40 um kvöldið, eða nákvæmlega á sama tíma og
eg sá þessa sýn.
Að gefnu tilefni votta eg undirrituö, að maðurinn minn
sál., Magnús Gíslason í Keflavík, andaðist ld. 11,40 kvöldið
7. fehrúar 1924; og að llannes JónSson í Keflavík, sem áður
hafði vakað yfir ltonum, kom til mín morguninn eftir að
Magnús sál. dó, og spurði mig, á livaða tíma hann hefði dáið.
Þetta votla eg samkvæmt heiðui Hannesar Jónssonar.
Keflavík, 19. apríl 1927.
7ngibjörg Guðmundsdóitir.