Morgunn - 01.06.1927, Síða 104
98
MOBGUNH
hafa kassa með böndum í öllum hornum, er komu saman í
lykkju. í þessum kassa dró Höskuldur fólk upp á fjalliö ;•
fyrsti kassinn var ekki alveg fullur, næstu þrír voru alveg-
fuliir, en sá fimti og síöasti var ekki alveg fullur; fólk þetta
lét hann taka og hálshöggva. Þegar fimm kassar voru komn-
ir, þótti mér koma þar maður, hvatlegur og gerfilegUr, með
öxi reidda um öxl; vissi eg, aö þar var kominn Skarphéðir.u
með öxina Rimmugýgi. Hann gengur aö Höskuldi og .skipar
honum að hætta, en það vildi liann ekki; ógnar hann ])á
Höskuldi með öxinni og kveöst mundi höggva hann, ef hann
hætti ekki. Lét Höskuldur þá undan.
I ársbyrjun 1918 dreymdi mig annan draum. er sýnist
standa í sambandi við þennan þannig, að fyrri draumurinn
segir fyrir um ófriðarárin 5, eins og kassarnir voru margir,.
en seinni draumurinn segir fyrir um lok ófriöarins. — Sá
draumur var þannig:
Mér þótti eg vera staddur á svo nefndu Króksbjargi viö
Húnaflóa, og Iiorföi út á sjóinn. Sé eg þá eitt gufuskip koma.
utan flóann, og er eg horfi lengur, fjölgar þeim, og verða alt
af fleiri og fleiri; sýnist mér þau koma upp úr sjónum, og
verður þetta afarmikill floti, er stefndi allur inn á fjörðinn..
Eg varð var við, að flbak við mig stóð maður. Ilann talaði
ekki viö mig, og eg ekki við liann. Nú varð mér litið inn á
fjöröinn; þaðan kom þá annar skipafloti og stefndi móti
hinum; bjóst eg við, að orusta tækist, er þeir mættust, en
af því varð ekki, því að sá flotinn, sem utan flóann kom,
sneri við, og liin skipin eltu liann. — Þá segir maður sá, er
bak við mig stóð: „Þetta eru Englendingar, sem þarna koma,
og merkir þaö, að stríöið verður úti fyrir næstu jól.“
Að gefnu tilefni lýsi eg undirritaður því hér með yfir, aö
Ilannes Jónsson í Keflavík sagði mér undirrituðum draum
þann, er hann drevmdi í ársbyrjun 1918, þar sem fram kom
forsögn um það, að heimsstyrjöldin yrði á enda fyrir jól ]>að
ár Draum þennan sagöi Iíannes mér þá strax, er hann haföit