Morgunn - 01.06.1927, Qupperneq 105
MORGUNN
99
dreymt hann, og bað mig minnast þess og votta, ef hann kæmi
fram, sem eg gjöri hér með.
Keflavík, 19. apríl 1927.
C. A. Möller.
Yfirlýsing um sögumanninn.
Um mann þann, er sent hefir Morgni framanskráðar frá-
sagnir, sem vafalaust verða lesnar með athygli, hefir oss bor-
ist eftirfarandi yfirlýsing:
Eftir beiðni er okkur undirrituSum ljúft ab votta J)að,
að hr. Ilannes Jónsson í Keflavík er aS okkar áiiti og af per-
sónulegri viðkynningu okkar við liann mjög áreiðanlegur og
orðvar maður, og jafnframt gætinn og dulur til orða og
framferðis.
Okkur er það kunnugt, að hann er berdreyminn, og liugs-
ar mjög um ])au mál.
Keflavík, 20. apríl 1927.
Jóliann Ingvason (oddviti). C. A. Möller.
Öröugleikunum lokið
Spíritistasöfnuður einn í London komst í mikla örðugleika í
vetur. Honum var sagt upp húsnæðinu, sem hann hafði haldið
guðsþjónustur sínar í, og safnaðarmenn sáu engin ráð. peim buð-
ust kaup á húsi, en áttu að leggja fram 2000 pund, til þess að fá
það. Og þeir voru allslausir. p. 3. apríl fær forstöðumaður safnað-
arins samband við framiiðna dóttur sína. Hún segir honum, að nú
sé örðugleikum þeirra lokið. Hann skilur ekki, hvernig það megi
vera. Að morgni þ. 5. apríl kemur til hans maður og býður að lána
honum 2000 pund vaxtalaus. Ilúsið var keypt og lagað til eftir
þörfum safnaðarins, og vígt sem musteri 28. apríl. Alt gerðist þetta
á einum mánuði, og blaðið, sem frá þessu segir, bætir þessum orð-
um við frásögnina: „Og menn eru að gera sér í hugarlund, að dag-
ar kraftaverkanna séu á enda!"
7*