Morgunn - 01.06.1927, Síða 114
108
MOEGUNN
göngu reynt þær að áreiöanleik og takmárkalausri góðfýsi,
heldur líka að því, sem telja verður dásemdir — þar á meöal
að því aö bjarga líii mínu, þegar enginn fékk annað séö
en að þaö væri mjög nálægt því að slokna.
Eg- hefi ofurlítiö vikið að því hér aö framan, hverjir
öröugleikar séu á því að rannsaka árangurinn af lækninga-
starfsemi ,,Priöriks“. Það verk var mér ókleift þann tím-
ann, sem M. Th. dvaldist á heimili mínu, enda væri þaö, eft-
ir því sem eg lít á, mildum örðugleikum bundið annan veg
en í samvinnu við lækni, sem gæti íengið sig til aö líta hlut-
drægnislaust og ineð góövild á þessar tilraunir — auk þess
hve verkið hlyti að sjálfsögðu aö verða mikiö og torvelt.
Mér finst örðugt að komast undan því ineð skynsam-
legum ályktunum, að ,,Priðrik“ sé sjálfstæð vera. Bftir aö
liafá verið samvistum viö M. Th. um nokkura mánuði, virð-
ist mér það örðugra en áöur. Allar lýsingar hennar á af-
skiftum „Friðriks“ af henni bentu eindregið í þá áttina, en
engin í þá átt, að „Friðrik“ sé partur af persónuleik sjálfr-
ar hennar. Á það sama benda frásagnir mikils fjölda manna
um þaö, aö þeir hafi oröið ,,Priðriks“ varir. Aö mörgum
þeirra hefi eg verið heyrnarvottur.
Aö lokum ætla eg að bæta hér við fáéihum, lauslegum
bendingum um hina sálrænu hæfileika M. Tlí., eftir því, sem
hún liefir skýrt okkur hjónunum frá, og við fengiö vitneskju
um með öörum liætti.
Fyrst er þess að geta, aiS liún áleit aS Kæfileikarnir
hefðu þroskast- í vetur viö tilraunirnar og meira lag kömist
á þá. Þar á meöal jókst skygnin og skýrðist. Og lienni fór
að líða betur en áður. Heima hjá sér var hún alt af smátt
og smátt að komast í meðvitundarleysis-ástand, eða „fara úr
líltamánum,“ eins og hún orðar það sjálf, fáeinar mínútur,
eöa fáein augnaíblik í einu. Þetta fanst henni oft mjög’
óþægilegt, þó að enginn veitti þessu neina athygli, Á þessu
varð gagngerö breyting í vetur — Jiegar fraín á veturinn
leiö, gerðist þetta ekki, nema þegar til þess var stofnaö, að-
allega við lrekningatilraúnir mcti „Priðriki". Jafnframt Jiessu