Morgunn - 01.06.1933, Blaðsíða 40
34
MOEÖUNN
langt um heilbrigðari og skynsamlegri en þær vora
áður. Þótt framliðinn vinur hafi á marga lund veri5
góður og elskulegur maður, þá hefir spiritisminn kent
oss að hugsa ekki um hann sem al-sælan engil á himn-
um, heldur hugsum vér nú um hann sem „breyskan en
hjartfólginn bróður“; vér hugsum oss ekki, að hann.
hafi strax eftir andlát sitt fengið að líta hið æðsta ljós,.
heldur hugsum vér oss, að hann sé á leiðinni til ljóss-
ins, að eins við önnur og á ýmsa lund betri skilyrði en.
hann bjó við hér.
II.
Eg hefi nú um stund verið að leitast við að skýra
hinar stórfeldu breytingar, sem orðið hafa á hugmynd-
um alls þorra manna um lífið eftir dauðann, og kem
eg nú að því, sem eg vildi gera að aðalumtalsefni mínu
í kvöld, en það er þetta: hvað líður kirkjunni? koma
henni þessi straumhvörf nokkuð við? á hún að láta.
þau sig engu skifta? eða getur hún látið þau sig engu
skifta? —
Því verður ekki neitað, að hlutverk sálarrannsókn-
anna liggur fyrst og fremst á sviði vísindanna, en eins
og öllum ætti að vera ljóst, grípa þær svo mjög inn á
svið trúarlífsins, að kirkjan hlýtur að taka meira tillit
til þeirra en annara vísindagreina. Og nú blasir sú
staðreynd við oss, að hugmyndir manna um ástand og:
kjör framliðinna hafa breyzt að miklum mun, og þá
vaknar eðlilega sú spurning hjá þeim, sem á annað
borð gefa kirkjunnar málum nokkurn gaum, hvort það
sé ekki eðlilegt og sjálfsagt, að starfshættir kirkjunn-
ar breytist svo, að þeir verði í fyllra samræmi við
breyttan hugsunarhátt en nú er. Og eg held, að svar-
ið hljóti óhjákvæmilega að verða þetta: spiritisminn
er búinn að breyta kenningum kirkjunnar um lífið eft-
ir dauðann, og rökrétt aflcloing þess hlýtur að vera