Morgunn - 01.06.1933, Blaðsíða 19
M 0 R G U N N
13
ur kvartar hann yfir því, hve óhæfilega ónákvæmlega sé,
vanalega, sagt frá, í bókmentum spíritista, bæði tali og
atvikum við marga eða flesta þá fundi, þar sem sagt sé
frá tungutali, svo frásagnirnar verði ekki að vísindaleg-
um notum og því segir hann fremur fáar af þeim sögum.
6. Whymant talar við „Confucius“.
Það mun hafa verði tæpu ári áður en tilraunimar
fóru fram um kínversku víxlskeytin, hjá þeim Margery,
Valientine og Dr. Hardwick, sem eg sagði frá áðan, að
stórkostleg fyrirbrigði gerðust hjá raddmiðlinum Val-
ientine í New York. Austurlandafræðingurinn, prófessor
Neville Whymant í Oxford, var á nokkrum þessum fund-
um og hefir hann gefið skýrslu um þá og þau stórkost-
legu fyribrigði, er þar gerðust.
Hann segir svo frá, að húsráðandi sinn hafi boðið
sér á fundinn og sagt sér að á fyrri fundum hefði þar ver-
ið mikið um sjálfstæðar raddir, bæði á ensku og enskum
mállýzkum, ítölsku, frönsku og öðrum Norðurálfu tungu-
málum. Meðal annars hafði rödd talað þar á portúgölsku,
gefið upp nafn og heimilisfang manns í Portúgal og sagt,
í sambandi við það, frá ákveðnum atvikum; bréf var
þegar ritað til Portúgal, með utanáskrift þeirri, er til var
tekin og svar kom um hæl aftur og reyndist það alt rétt,
er röddin hafði skýrt frá. Við og við höfðu líka radd-
ir talað, sem fundarmenn héldu að væri Austurlanda-
mál, en enginn þeirra skildi þó neitt í og hugðu þeir því
gott til að fá Whymant á fundinn. Sagði hann þeim, að
hann væri enginn óvinur spíritismans, en hefði aldrei
haft tíma til að kynna sér hann.
Þegar Whymant kom á fundinn, heyrði hann fyi'st
ýmsar raddir tala á ensku, við ýmsa fundarmenn, um
einkamál þeirra og hafi sumt af því verið svo náin
trúnaðarmál, að hann hafi orðið feiminn við og fundist
sem hann stæði á hleri. Svo segir hann að komið hafi