Morgunn - 01.06.1933, Blaðsíða 66
60
M 0 R G U N N
sonar. En þar gjörðist ekki það, sem eg get dregið fram
sem sönnun, þótt sumt bendi í þá átt og væri mér ánægju-
legt. — Það var fyrst eftir að búið var að stofna Sálar-
rannsóknafélagið, að enski miðillinn Vout Peters, kom
hingað árið 1920. Hann er skygnimiðill, og fengu þá
margir ágætar sannanir með lýsingum hans á látnum
vinum. Fyrir mér lýsti hann tengdaföður mínum, sem
hann sagði að væri hjá mér, öliu útliti hans og vaxtar-
lagi, ýmsum aðalstörfum hans og venjum, og endaði á
því, að hann hefði mikið gjört og viljað gjöra fyrir mig.
Var þetta alt svo nákvæmt, að fyrir mig var það sönnun,
svo að eg tek það með, þótt það kunni ekki að vera eins
fyrir aðra. Til dæmis þetta, að hann gjörði fyrir mig.
Það er auðvitað mér einum kunnugt, að elskusemi hans
við mig va,r svo mikil, að það fyllir lýsinguna að taka
einmitt þetta fram.
Andrés Böðvarsson.
Árið 1926 tók forseti og kona hans að sér að æfa á.
fundum heima hjá sér gáfu Andrésar Böðvarssonar, sem
var mjög góður miðill. Eg var á flestum þessum fundum
og þarf varla að taka fram, að eg var þar oft vottur að
því, að ágætar sannanir komu. En eg ætla aðeins að
minnast á tvennt, sem eg tók til mín. Einn maður, sem
oft kom á fundunum, var afi Andrésar, Ólafur Pétursson.
Ávarpaði hann mig oft, því við höfðum verið kunnugir.
Hinn 17. febrúar 1926 vildi eg gjöra tilraun með að
sannreyna, hvort það raunverulega væri Ólafur. — Eg
spurði hann, hvað hann hefði gjört fyrir mig er við vor-
um saman. Hann svaraði: „Ferðast oghöggva". „Höggva
hvað?“ spurði eg. „Kjöt“, var svarið. — En þannig lá í
þessu, að hann hafði verið fylgdarmaður minn nokkura
vetur. En með kjötið var það, að eg var vanur að fá hann
á haustin til að slátra fé því, er eg lagði í kaupstað, og
hjó hann þá einnig kjötið. Hvorugt þetta gat að minni