Morgunn - 01.06.1933, Blaðsíða 131
MORGUNN
125
honum geðjist að, fremur en það, sem það í raun og veru
hugsar; svo að það er ekki oft, að við fáum sannleikann
sagðan jafn hreinskilnislega eins og í þessi tvö skifti,
sem eg hefi minst á. En eg er sannfærður um, að mikið af
hnignun kirkjuferðanna stafar af þeirri tilfinningu í hug-
um manna að svörin, sem eru á boðstólum í algengum
rétttrúnaðarkenningum, við örðugleikum fólksins, séu oft
svo óákveðin, ruglingsleg og ófullnægjandi að það leiti
sér hjálpar annarstaðar eða hætti leitinni í vonleysi“.
Berdreymi.
Mr. Oaten, ritstjóri blaðsins „Two Worlds“, sagði
nýlega merkilega berdreymi-sögu.
Frændkona hans er mjög berdreymin og hana
dreymdi eitthvað, sem hún lagði svo út, að ko \a nokkur,
frú B., yrði dáin innan þriggja vikna. Menn gerðu gys að
þessu, því að frúin (sem var um 55 ára görnul) virtist
vera við beztu heilsu. En draumakonan sat við sinn keip,
og sagði, að andlátið mundi bera að höndum skyndilega
og óvænt. Enn fremur sagðist hún vita, hvaða prestur
mundi jarða hana.
Mr. Oaten sagði við hana, að ekki væri örðugt að
gizka á það; hún væri baptisti, og auðvitað yrði það prest-
urinn hennar, sem jarðaði hana. En draumakonan neitaði
því, sagði að það yrði kongregationalista presturinn, sem
það gerði. ,,Eg get líka sagt ykkur, hverjir verða við jarð-
arförina, bætti hún við og nefndi 13 nöfn, sem Mr. Oaten
skrifaði hjá sér samstundis.
Konan dó skyndilega af hjartaslagi innan þriggja
vikna. Presturinn hennar var ekki heima og sá prestur,
er draumakonan hafði nefnt, jarðsöng hina látnu konu.
Við gröfina stóðu þeir þrettán menn, er nefndir höfðu
verið, og þeir stóðu í sömu röð, sem þeir höfðu verið skrif-
■aðir. —