Morgunn - 01.06.1933, Blaðsíða 62
56
M0R6UNN
málinu. Eg fór að reyna að hugsa um málið með meiri al-
vöru eftir þann tíma, þótt eg geti nú ekki neitt árfært
um það, hvað mér miðaði á þroskabraut minni og í skoð-
anabreytingum. Á næstu árum voru borin út 4 lík af
heimili mínu, þar á meðal beggja foreldra minna og konu
minnar, auk þess sem eg hafði áður mist marga hjart-
lolgna ástvini. Komst eg þannig sjálfur af eigin reynslu í
náin kynni við það, sem eg varð svo iðulega að tala um
við aðra, ástvinamissi, sem auðvitað oft var nístandi sár.
Eg hafði t. d. orðið að tilkynna ekkju sviplegt og óvænt
lát manns hennar. Hjónabandið mjög ástúðlegt og börn
fjögur. Hvað eg kveið fyrir að koma að heimili hennar
og hvað mér fundust orð mín fátækleg! Það létti fyrir
mér, að hún kom út á móti mér og hafði hugboð um er-
indi mitt. Hún var alvarlega trúuð kona og tók fregninni
sem hetja, þótt sorg hennar væri djúp og einlæg. Og eg
veit ekki, hvort það var minna, sem hún styrkti mig en eg
styrkti hana, nema þá með því að við töluðum saman um
þennan sameiginlega vin okkar, sem eg eins og hún sá
á bak með einlægum söknuði. — Eftir þennan ástvina-
missi minn, sem eg nefndi, fór eg stundum að tala um í
prédikunum mínum þetta, sem margir ágætir vísindamenn
staðhæfðu, að það mætti fá raunverulegar sannanir fyrir
framhaldi lífsins, og hve mikill styrkur gæti verið í því, án
þess eg legði annan dóm á það; enn var þó reynsla mín svo
lítil. En sjálfsagt fór umhugsun mín vaxandi um þetta og
um hve mikill styrkur það væri í starfi okkar prestanna, ef
hægt væri að leggja fram óvéfengjanlegar sannanir fyrir
framhaldslífi og sambandi við þá, sem eru farnir. En það
er þetta litla orð: „Ef“, sem er það stórveldi, er treglega
gengur að sigrast á. Mér var það svo vel kunnugt, að það
ríkti í hjörtum svo margra góðra manna, sem höfðu mæt-
ur á barnatrú sinni og börðust við að geyma hana Það
tókst sæmilega, meðan nokkurn veginn lék í lyndi, en svo
þegar hún kcm, sorgin, með missi bezta ástvinarins eða
ciskaða barnsins, bá brauzt efinn aftur til valda. Og er það