Morgunn


Morgunn - 01.12.1947, Blaðsíða 80

Morgunn - 01.12.1947, Blaðsíða 80
158 MORGUNN sýnir Ijóslega hið mikla aðstreymi að Sálarrannsóknafé- lagi Islands, en þar eykst félagatalan nú að miklum mun, hefir því nær tvöfaldast á fáum árum, og enn má þess geta, að nú er MORGUNN prentaður í stærra upplagi en nokkru sinni fyrr, hefir selzt upp, og síðasta heftið þraut gersam- lega á fáum vikum. Það væri því ekki ástæðulaust fyrir íslenzka spíritista að líta til þess björtum augum, að skoð- anakönnun um málið færi fram með þjóðinni. En um leið og vér fögnum því, að sálarrannsóknamál- inu eykst fylgi með þjóðinni, er ástæða til að beina nokkr- um alvöruorðum til allra þeirra, sem með Alvöruorð. málið fara. Það hafa komið upp á því hér þær skuggahliðar, sem ævinlega fylgja því, að almenningur fer að fást við sálræn efni. Trúgirnin er viða háskaleg. Sumum hættir við að taka dómgreindar- laust við öllu, þegar þeir hafa fundið einhvern, sem sál- rænum gáfum er gæddur. Leitið stöðugt sannana fyrir því, sem af vörum miðlanna er sagt. Takið aldrei orð- sending gilda fyrr en henni fylgja þau rök, sem standast gagnrýni heilbrigðrar skynsemi. Það mun bera nokkuð á því hér í Reykjavík, að fólk hlaupi með fáránlegustu frétt- ir af framliðnum mönnum um bæinn, geri sjálft sig að flón- um og særi aðstandendur hinna látnu. Sambandi við fram- liðna menn er unnt að ná, en það er engan veginn auðvelt, og miðillinn verður að ganga í gegn um mikla og ýtarlega þjálfun fyrr en hann verður hreinn farvegur fyrir þetta samband. Gerið vægðarlausar en þó sanngjarnar kröfur til þeirra, sem af vörum miðlanna mæla, um að þeir sanni mál sitt, sanni, að þeir séu þeir framliðnir menn, sem þeir tjá sig vera, og þá fyrst standið þér á öruggum grundvelli. Rökkurálfur sálarlífsins eru margar lítt þekktar. Meðan miðillinn er í transi kunna þau öfl undirvitundar hans að vera að verki, sem vér verðum ævinlega að vera á verði gegn. Þetta málefni er ósegjanlega dýrmætt, en það er einnig ósegjanlega vandfarið með það, og margir hafa heil- brigða andúð á málinu vegna þess að þeir þekkja það ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.