Morgunn


Morgunn - 01.12.1947, Blaðsíða 46

Morgunn - 01.12.1947, Blaðsíða 46
124 MÓRGUNN Þetta kom oss gersamlega á óvart, vegna þess, að síðasti líkamningafundurinn, sem heppnaðist, gekk óvenju- lega vel, var einhver sá sterkasti og merkilegasti, sem vér fengum. Miðlinum féll þetta þungt, hann var þá ekki bú- inn að ljúka við þá fundi, sem hann hafði lofað að halda, og hann átti eftir fund, sem hann hefði sízt viljað láta undan dragast, fyrir nánustu vini sína. En hann sagði, að þegar það kæmi fyrir, að kraftinn þryti með þessum hætti, þýddi ekki að halda fund næstu tvær vikurnar, svo lengi væri verið að „byggja sig upp“ aftur. Um það var ekki að ræða að þessu sinni, því að miðillinn var þá á förum heim til- sín eftir tæpa viku og farseðillinn með flugvélinni þegar keyptur. Þannig lauk þessum fundum. Margir, sem ekki komust að fundunum, söknuðu þess, og hr. E. Nielsen, sem hafði lagt sig svo fram, sem í hans valdi stóð, þótti mjög fyrir þessu, en við því var ekkert að gera. Hér sannaðist það enn sem fyrr, að fyrirbrigðin eru ekki á valdi miðilsins. Ekki er nema nokkuð af fundarskýrslunum birt í MORGNi að þessu sinni, en sennilega koma hinar, sem eftir eru, síðar í ritinu. Oft mátti heyra, að fundargestum þótti stórmikið til um fyrirbrigðin, en vel skil ég þá, sem ekki geta áttað sig fyllilega á þeim, er þeir koma á svona fund í fyrsta sinn, þekkja ekki lögmálin, sem þessi fyrirbrigði lúta og hafa gert sér mjög fullkomnar hugmyndir um þau áður en á fundinn er komið. Ritgerð Sir. A. Conan Doyle, sem birt er í upphafi þessa rits, varpar yfir þessi fyrirbrigði nokk- uru Ijósi, og á meðal annars að sýna mönnum, hve afar- erfitt er að fá þessi fyrirbrigði sterk og vafalaus fram. Vegna þess, hve aðsóknin varð gífurleg, sáum vér ekki annan kost en þann, að gefa fólki aðeins kost á að sitja einn fund. Það hefði verið æskilegt, að gefa öllum kost á fleiri fundum, þá hefði fólk borið miklu meira úr být- um. Það fundum vér, sem vorum fastir gestir, sátum alla fundina. Það var afar ánægjulegt, að geta fylgzt þannig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.