Morgunn


Morgunn - 01.12.1947, Side 46

Morgunn - 01.12.1947, Side 46
124 MÓRGUNN Þetta kom oss gersamlega á óvart, vegna þess, að síðasti líkamningafundurinn, sem heppnaðist, gekk óvenju- lega vel, var einhver sá sterkasti og merkilegasti, sem vér fengum. Miðlinum féll þetta þungt, hann var þá ekki bú- inn að ljúka við þá fundi, sem hann hafði lofað að halda, og hann átti eftir fund, sem hann hefði sízt viljað láta undan dragast, fyrir nánustu vini sína. En hann sagði, að þegar það kæmi fyrir, að kraftinn þryti með þessum hætti, þýddi ekki að halda fund næstu tvær vikurnar, svo lengi væri verið að „byggja sig upp“ aftur. Um það var ekki að ræða að þessu sinni, því að miðillinn var þá á förum heim til- sín eftir tæpa viku og farseðillinn með flugvélinni þegar keyptur. Þannig lauk þessum fundum. Margir, sem ekki komust að fundunum, söknuðu þess, og hr. E. Nielsen, sem hafði lagt sig svo fram, sem í hans valdi stóð, þótti mjög fyrir þessu, en við því var ekkert að gera. Hér sannaðist það enn sem fyrr, að fyrirbrigðin eru ekki á valdi miðilsins. Ekki er nema nokkuð af fundarskýrslunum birt í MORGNi að þessu sinni, en sennilega koma hinar, sem eftir eru, síðar í ritinu. Oft mátti heyra, að fundargestum þótti stórmikið til um fyrirbrigðin, en vel skil ég þá, sem ekki geta áttað sig fyllilega á þeim, er þeir koma á svona fund í fyrsta sinn, þekkja ekki lögmálin, sem þessi fyrirbrigði lúta og hafa gert sér mjög fullkomnar hugmyndir um þau áður en á fundinn er komið. Ritgerð Sir. A. Conan Doyle, sem birt er í upphafi þessa rits, varpar yfir þessi fyrirbrigði nokk- uru Ijósi, og á meðal annars að sýna mönnum, hve afar- erfitt er að fá þessi fyrirbrigði sterk og vafalaus fram. Vegna þess, hve aðsóknin varð gífurleg, sáum vér ekki annan kost en þann, að gefa fólki aðeins kost á að sitja einn fund. Það hefði verið æskilegt, að gefa öllum kost á fleiri fundum, þá hefði fólk borið miklu meira úr být- um. Það fundum vér, sem vorum fastir gestir, sátum alla fundina. Það var afar ánægjulegt, að geta fylgzt þannig

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.