Morgunn


Morgunn - 01.12.1947, Blaðsíða 77

Morgunn - 01.12.1947, Blaðsíða 77
MORGUNN 155 brögðum og hinir þröngsýnu kristnu trúarlærdómar full- yrða. Engin kirkja, hversu víðsýn sem hún kann að vera, og enginn trúflokkur, hversu þröngur sem hann kann að vera, getur sannað einkarétt sinn á trúnni. Eg trúi því, að kristindómurinn sé æðsta og hreinasta tegund trúarbragð- anna, en þegar hann selur sig á vald þröngsýni og dóm- hroka, og þegar hann fer að staðhæfa að allir, sem standa utan vébanda hans verði dæmdir i eilífan eld í hinum kom- andi heimi, þá er sá kristindómur búinn að skipa sér á bekk með hinum lægstu trúarbrögðum." „Guðfræðin er ekki ti’ú,“ sagði hann að lokum, „hún sameinar ekki, hún sundrar. Kærleikurinn sameinar sál- irnar og hann er auðkennilega óháður hinum viðurkenndu trúarjátningum. ‘ ‘ Spurning: Eiga ekki sálrænu fyrirbrigðin, sem Gamla testamentið skýrir frá, að geta gerzt meðal vor enn í dag? „Ef hin sama trú væi’i fyrir hendi, ættu þessi sál- rænu fyrirbrigði Gamla testamentisins að geta gerzt hjá oss enn í dag, að svo miklu leyti sem frásagnirnar af þeim ei’u byggðar á staðreyndum en ekki austrænum heila- spuna og ímyndun. Mér er ljóst, að efnishyggjan hefir smogið inn í trú nútímamannsins og rænt hana miklum hluta af krafti sínum. Mér kemur í huga saga af pílagrími, sem kom til Róma- borgar og fékk viðtal við páfann. Þegar hann hafði gengið innan um allt gull- og silfurskrautið, sem Vatíkanið er skreytt með, sagði páfinn við hann: Kirkjan getur ekki sagt lengur: „Silfur og gull á ég ekki.“ „Nei,“ svaraði píla- grímurinn, „það getur hún ekki lengur sagt, og hún getur heldur ekki lengur sagt: „Tak sæng þína og gakk!“ Af síðustu orðunum í viðtali enska blaðsins við hinn þjóðkunna hefðarklerk er ljóst, að hann horfir um öxl með söknuði til þeirra tíma, er kirkjan hafði í þjónustu sinni þann kraft, að hún gat sagt við sjúka menn með orð- um Krists: „Tak sæng þína og gakk“. Og ensku prestarnir, margir, vita, að þessi kraftur er til, að hann er starfandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.