Morgunn


Morgunn - 01.12.1947, Side 77

Morgunn - 01.12.1947, Side 77
MORGUNN 155 brögðum og hinir þröngsýnu kristnu trúarlærdómar full- yrða. Engin kirkja, hversu víðsýn sem hún kann að vera, og enginn trúflokkur, hversu þröngur sem hann kann að vera, getur sannað einkarétt sinn á trúnni. Eg trúi því, að kristindómurinn sé æðsta og hreinasta tegund trúarbragð- anna, en þegar hann selur sig á vald þröngsýni og dóm- hroka, og þegar hann fer að staðhæfa að allir, sem standa utan vébanda hans verði dæmdir i eilífan eld í hinum kom- andi heimi, þá er sá kristindómur búinn að skipa sér á bekk með hinum lægstu trúarbrögðum." „Guðfræðin er ekki ti’ú,“ sagði hann að lokum, „hún sameinar ekki, hún sundrar. Kærleikurinn sameinar sál- irnar og hann er auðkennilega óháður hinum viðurkenndu trúarjátningum. ‘ ‘ Spurning: Eiga ekki sálrænu fyrirbrigðin, sem Gamla testamentið skýrir frá, að geta gerzt meðal vor enn í dag? „Ef hin sama trú væi’i fyrir hendi, ættu þessi sál- rænu fyrirbrigði Gamla testamentisins að geta gerzt hjá oss enn í dag, að svo miklu leyti sem frásagnirnar af þeim ei’u byggðar á staðreyndum en ekki austrænum heila- spuna og ímyndun. Mér er ljóst, að efnishyggjan hefir smogið inn í trú nútímamannsins og rænt hana miklum hluta af krafti sínum. Mér kemur í huga saga af pílagrími, sem kom til Róma- borgar og fékk viðtal við páfann. Þegar hann hafði gengið innan um allt gull- og silfurskrautið, sem Vatíkanið er skreytt með, sagði páfinn við hann: Kirkjan getur ekki sagt lengur: „Silfur og gull á ég ekki.“ „Nei,“ svaraði píla- grímurinn, „það getur hún ekki lengur sagt, og hún getur heldur ekki lengur sagt: „Tak sæng þína og gakk!“ Af síðustu orðunum í viðtali enska blaðsins við hinn þjóðkunna hefðarklerk er ljóst, að hann horfir um öxl með söknuði til þeirra tíma, er kirkjan hafði í þjónustu sinni þann kraft, að hún gat sagt við sjúka menn með orð- um Krists: „Tak sæng þína og gakk“. Og ensku prestarnir, margir, vita, að þessi kraftur er til, að hann er starfandi

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.