Morgunn - 01.06.1973, Blaðsíða 31
FIMM ÆVINTÝRI
29
EKKI NEMA EINU SINNI?
Einu sinni var drengur. Engum þótti vænt um hann, nema
]>eim, sem vissu það jafnvel og að sólin er björt, að hann var
góður drengur. En drengnum þótti þaS ekki nóg. Svo bættist
eiirn vinur í hópinn. Hann mætti honum fyrst úti í skógi, þar
sem hann reikaði allslaus og einmana.
„Hvað heitir þú?“
„Ég heiti Kœrleikur11.
„En þú?
„Sannleikur“. — Það var drengurinn, sem sagt var frá áðan.
Svo urðu þeir samferða. En stundum hljóp Kærleikur langt
á undan, — til þess að ryðja brautina. Þess vegna gistu þeir
ekki alltaf á sama stað.
Einu sinni kom Sannleikur að stórri höll úti í skógi.
„Viljið þið lofa mér að vera?“ spurði hann. „Mér er svo
ósköp kalt. En ekki veit ég, hvort ég get launað ykkur með
öðru en þvi, að áminna ykkur um, að vera gott fólk; því það
eruð þið ekki“.
En — fólkið úthýsti honum.
Svo liðu mörg ár. Alltaf kom hann heim á einhvem bæ á
kvöldin, þegar dimmt var orðið, — og alltaf var honum úthýst.
Hann átti þar engan vin, nema Kærleik, en Kærleikur átti
ekkert hús þama.
En Sannleikur varð samt ekki úti, því að Kærleikur hlýjaði
honum alltaf, þegar honum var kalt.
Mörgum árum siðar kom hann að höllinni í skóginum. Þá
var hann orðinn konungur.
Nei, — nú úthýsti enginn honum. Það datt engum í lifandi
hug. Síður en svo: sjálfum kommginum!
En meðan hann var munaðarleysingi og öllum ókunnugur,