Morgunn - 01.06.1973, Blaðsíða 45
VIÐTÖL VIÐ JOAN REID
43
Hún bað mig skömmu síðar að gera þetta á ný, en ég sagði
henni, að ég væri búin að finna svo mikið til, að ég treysti mér
ekki í meira. Hún bað mig enn að reyna, því að ég væri með
gröft í nýmaskálinni, sem hún vildi endilega reyna að ná út.
Þetta leyfði ég henni og fann lítið sem ekkert til. Hún sagði
mér líka, að það, sem hefði gert mig svona veika í bakinu, hefði
verið, að taug hefði klemmzt milli hryggjarliða og sársauk-
inn hefði stafað frá því. Hún var nú búin að kippa mér í lið-
inn og bjarga tauginni, og ég er svo hress, að ég er búin að fá
mér fulla vinnu, og það gerir ekki nema fullfrísk manneskja.
Ég á henni margt fleira að þakka.
Ég get sagt frá fleiru. Maðurinn minn fékk líka mikla bót
hjá henni, og hann sagði, að hjá þessari konu þyrfti hann helzt
að vera einu sinni í viku.
Ég veit um mann, sem vínið var búið að hrjá um langan tima
og fór til hennar. Síðan er langur tími. Hann hefur ekki bragð-
að vín aftur. Heimili hans og fjölskyldunnar var í rúst.
Núna lifir þetta fólk allt öðru lífi, og er mjög hamingjusamt.
Það segir sína sögu. Það er ekki auðvelt að hætta að drekka, og
vínið hrjáir fleiri en við gerum okkur ljóst.
Ég þekki ungan mann, sem orðið hafði fyrir slysi fyrir löngu
og læknamir gátu ekki liðsinnt. Hann var kvíðinn og öryggis-
laus. Honum gekk allt illa og gleymskan háði honum mikið.
Frú Reid fór höndum um höfuð mannsins, og sagði bein hafa
gengið úr skorðum bak við eyra hans, sem hamlaði blóðrás tíl
heilans. Sömuleiðis sagði hún, að lostið hefði verið svo mikið,
sem hann fékk í slysinu, að kvíðinn hefði aldrei vikið frá hon-
um eftír það. Þetta f jarlægði hún allt, og þessum manni gengur
vel. Hann er kominn í starf, þar sem hann unir sér, ætlar að
fara að læra meira og er fullur bjartsýni. Er ekki allt þetta
nokkurs virði?
— Ennfremur þetta:
Frú Reid er fyrst og fremst góð og blátt áfram kona, sem
hægt er að tala við og opna sig fyrír. Það er eins með manneskj-
ur og hús, það er ekki hægt að komast inn án þess að opna. Og
hún er enginn venjulegur gestur að lileypa inn. Hún er stór-